Betri rekstur með tækninni

Þegar þú rekur fyrirtæki ertu sífellt að leita leiða til að einfalda hlutina, komast hraðar að settu marki og ná árangri. Gæða- og innkaupalausnir Origo eru sérstaklega þróaðar með þarfir íslenskra fyrirtækja í huga.

Brand myndefni

Gerum betur í dag en í gær

CCQ gæðastjórnun

CCQ er heildstæð lausn til að meðhöndla þætti sem snúa að bættum verkferlum, hlítingu staðla, laga og reglugerða. Markmiðið er að einfalda þér og þínu starfsfólki að miðla upplýsingum og þekkingu til starfsfólks. Gæðastjórnun snýst einfaldlega um það að gera betur í dag en í gær. Gott kerfi kortleggur hvert skref sem þú ætlar að taka, hjálpar þér á skilvirkan hátt að ná settum markmiðum og heldur utan um allt saman svo þú hafir yfirsýn.

CCQ er sérsniðið þörfum íslenskra fyrirtækja og nógu sveigjanlegt til að geta mætt hinum fjölbreyttu kröfum mismunandi atvinnugreina. Kerfið byggir á áratuga reynslu sérfræðinga af gæðastjórnun.

myndskreyting

Einföld leið til að greina útgjöld

SpendSenze

SpendSenze skannar reikningana þína og greinir sjálfvirkt sóun í innkaupum fyrirtækja. Við sýnum þér þegar einingarverð hækkar, þú ert að kaupa meira inn af ákveðnum vörum og flöggum við því sérstaklega svo þú getir gripið til aðgerða.

Bætt ákvarðanataka með sjálfvirkri innkaupagreiningu gerir notendum kleift að sækja nákvæm gögn til grieningar og fá innsýn sem stuðlar að góðri ákvarðanatöku. Þannig er einfaldara að sjá sparnaðartækifæri, semja um kjör við birgja og uppfylla hlítingu á innri verklagsreglum og ytri viðmiðunum, til dæmis þegar kemur að umhverfismálum.

Eldflaug flýgur yfir plánetunni

Sjálfvirk lausn sem greinir kolefnisspor

GreenSenze

GreenSenze, sem er samstarfsverkefni Origo og KPMG, býður upp á einfalda lausn fyrir fyrirtæki til að greina og fylgjast með kolefnisspori í innkaupum. Markviss greining á kolefnisspori er forsenda þess að fyrirtæki geti mótað aðgerðir sem draga úr kolefnislosun og stuðla að sjálfbærni í rekstri.

Með GreenSenze getur þú fylgst með þróun mála með tilliti til markmiða fyrirtækisins og brugðist hratt við.

myndskreyting

Yfir 20 ára reynsla í tollakerfum

Tollvís

Tollvís er öflugt og notendavænt tollakerfi sem einfaldar og sjálfvirkar tollafgreiðslu. Við notum sjálfvirkni til þess að lesa gögn úr flutningstilkynningum og reikningum og búum til tollskýrslur fyrir þig.

Notast er við gervigreind til þess að finna réttan tollflokk vara. Markmið okkar er að lágmarka alla handavinnu og einfalda gerð tollskýrslna.

myndskreyting

Grænt og vænt

Timian

Timian innkaupa- og beiðnalausn tengir innkaupaaðila og birgja saman í heildstætt og skilvirkt viðskiptaumhverfi á netinu.

Timian er gagnsætt kerfi sem gerir þér kleift að kortleggja þarfir fyrirtækisins nákvæmlega, bæta vörunýtingu og minnka sóun. Vöru- og verðsamanburður milli bjrga er sáraeinfaldur inni í kerfinu. Timian veitir aðhald, greinir innkaupamynstur og kemur í veg fyrir mistök í reikningum, auk þess auðvitað að spara dýrmætan tíma starfsfólksins.

myndskreyting

Fréttir af gæða- og innakauplausnum