Styrktarbeiðnir

Origo styður sérstaklega verkefni í samfélaginu sem styðja við sjálfbærnistefnu félagsins. Megináherslur eru nýsköpun, öryggi, heilsa og jafnrétti og eru styrkirnir hugsaðir sem hvatning til að láta gott af sér leiða. Origo er einnig aðalstyrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjörg þar sem sérstök áhersla er lögð á stuðning í upplýsingatækni og netöryggismálum. 

Brand myndefni

Hvatning til að láta gott af sér leiða

Við hjá Origo styðjum við verkefni og málefni sem endurspegla stefnu okkar í sjálfbærni. Úthlutun styrkja fer fram í lok árs og geta styrkirnir verið á sviði:

  • Forvarna- og fræðslustarfs

  • Jafnréttismála

  • Umhverfismála

  • Rannsókna og nýsköpunar

  • Heilbrigðismála

Með þessu viljum við sýna samfélagslega ábyrgð og vera driffjöður til sjálfbærrar þróunar samfélagsins.

Origo brand mynd

Aðalstyrktaraðili Landsbjargar

Finnum leiðina: Samstarf okkar skapar öryggi

Origo er aðalstyrktaraðili Landsbjargar. Yfirskrift samstarfsins er „Finnum leiðina: Samstarf okkar skapar öryggi“ og er sérstök áhersla lögð á stuðning við Landsbjörg í upplýsingatækni og netöryggismálum. Origo og Landsbjörg eiga það sameiginlegt að þurfa reglulega að leysa verkefni af ýmsum stærðum og gerðum og öryggi er alltaf í fyrirrúmi hjá báðum aðilum.  Stundum eru krefjandi aðstæður og þá er þörf á nýsköpun og samvinnu.

myndskreyting

Nýsköpun

Menntasjóðurinn Fremri

Markmið styrkveitinga úr menntasjóðnum Fremri er að stuðla að eflingu mannauðs hjá Origo með því að gera starfsfólki og framtíðar starfsfólki kleift að sækja sér fjölbreytta og alþjóðlega menntun í hæsta gæðaflokki. Styrkir úr sjóðnum geta verið:

  • Styrkir til starfsmanna Origo og dótturfélaga til náms eða þekkingaröflunar á sviði nýsköpunar, þróunar hugbúnaðar- og tæknilausna, framtíðartækni og viðskiptaþróunar.

  • Námsstyrkur til að efla unga leiðtoga hjá Origo og dótturfélögum með það að markmiði að styrkja ungt fólk til leiðtogastarfa og breytingastjórnunar.

Kinga Maria Rozanska á Ofurhetjudögum Origo
Menntasjóðurinn Fremri logo

Styrkveitingar

Dæmi um verkefni sem við höfum styrkt undanfarin ár.

Vert er að hafa í huga áður en sótt er um að Origo styrkir ekki félög, fyrirtæki eða einstaklinga til ferðalaga eða skemmtana hvort heldur er innanlands eða til útlanda.
Lauf

Styrktarbeiðni

Sækja um styrk

Í lok hvers árs úthlutum við úr styrkbeiðnasjóði Origo og er aðeins farið yfir þær umsóknir sem berast í gegnum formið hér að neðan.