19/06/2024

Vefsíða fyrir nýtt fyrirtæki á aðeins 6 vikum

Origo tóku að sér að setja upp nýja vefsíðu fyrir Helix á aðeins 6 vikum. Niðurstaða verkefnisins er vel upp sett og notendavæn vefsíða þar sem fagurfræði og einfaldleiki ræður ríkjum.

Starfsfólk Helix horfir brosandi á tölvuskjá

VIÐSKIPTAVINUR

Helix logo

OKKAR AÐKOMA

Bakendaforritun, framendaforritun, verkefnastýring

TÍMABIL

Hófst: september 2023

Lauk: október 2023

SKOÐAÐU VERKEFNIÐ

https://www.helixhealth.is/

Vefsíða er mikilvægur hlekkur í samskiptum fyrirtækja við viðskiptavini sína. Hún er ekki aðeins fyrsti snertipunkturinn, heldur einnig glugginn út á við þar sem hægt er að sýna fram á gildi, þjónustu og vörur. Það er mikilvægt að vefsíðan endurspegli það sem fyrirtæki stendur fyrir og að hún sé hönnuð með notandanum í huga til að skapa jákvæða og gagnlega upplifun fyrir viðskiptavininn.

Heilbrigðislausnir Origo urðu nýlega að sjálfstæðu félagi og tóku í kjölfarið upp nafnið Helix. Við breytingu sem þessa var að mörgu að huga, þar á meðal að setja upp nýjan vef fyrirtækisins. Origo tóku verkefnið að sér og unnu í samstarfi við hönnunarstofuna Metall, sem sá um útlit síðunnar. 

Þörfin fyrir nýja vefsíðu

Heilbrigðislausnir fóru í djúpa mörkunar- og stefnumótunarvinnu og úr varð Helix, nýtt fyrirtæki með algjörlega nýju útliti nýjum tón og skýrari stefnu. Við sjálfstæðið frá Origo þurfti Helix eigin vefsíðu sem endurspeglaði þessa vinnu og sýndi meðal annars stefnu fyrirtækisins, lausnaúrval og starfsmenningu. Helix fóru í þessa stafrænu vegferð með Origo sem sáu um að setja upp vefinn út frá hönnun Metals og mörkun sem Helix vann í samstarfi við auglýsingastofuna Tvist.

Samstarf sem skilar árangri

Metall hönnunarstofa sá til þess að útlit síðunnar væri fallegt, viðmótsþýtt og í takt við vörumerkið og Origo sá um tæknilega útfærslu og uppbyggingu síðunnar sjálfrar. Samvinnan var sérstakleg góð og úr varð vefsíða sem er bæði sjónrænt falleg, en fyrst og fremst mjög hagnýt og þæginleg í rekstri. Origo og Metall hafa unnið fjölmörg verkefni saman í gegnum tíðina, en þar má nefna vef Origo, ýmsar lausnir fyrir Stafrænt Ísland  og nýjan vef Veðurstofunnar sem nú er í vinnslu. 

0:00

0:00

Hröð og skilvirk afhending á aðeins örfáum vikum

Vefsíða Helix er unninn ofan á Orbit hönnunarkerfi Origo, sem er góður grunnur til þess að byggja vefi ofan á og nýtist fyrir alla almenna vefþróun. Tíminn sem fer í að smíða vef styttist umtalsvert þegar unnið er með Orbit og tók þetta verkefni einungis 6 vikur. Vefurinn nýtir Prismic vefkerfið og er hauslaus (e. Headeless) sem gerir hann mjög hraðan og skalanlegan. 

Það var einstaklega þægilegt að vinna þetta verkefni með stafrænum lausnum Origo. Þjónustan er til fyrirmyndar, fagleg og hröð og viðmótið í Prismic er mjög notendavænt þegar uppfæra þarf innihald vefins eða setja upp nýjar síður.

Elfa Ólafsdóttir

Markaðsstjóri Helix

Einfaldleiki og notagildi í forgrunni

Niðurstaða verkefnisins er vel upp sett og notendavæn vefsíða þar sem fagurfræði og einfaldleiki ræður ríkjum. Vefsíðan er stílhrein með einföldu litavali sem gerir það að verkum að auðvelt er halda uppi ímynd vörumerkisins.

Tengdar lausnir

Leiðandi í veflausnum

Stafræn vegferð Origo kemur að borðinu með yfirgripsmikla sérþekkingu á þróun, innleiðingu og viðhaldi veflausna. Sendu okkur línu og sérfræðingar hafa samband um hæl með réttu lausnina fyrir þig.

Kona tekur vinnusímtal á skrifstofunni