17/01/2024

Stafræn framsetning á áhrifum og umfangi loftslagsbreytinga á Íslandi

Origo fékk það verkefni að stafvæða fjórðu samantektarskýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar til að auka aðgengi að upplýsingum um loftslagsbreytingar.

Mynd sem sýnir áhrif loftslagsbreytinga

VIÐSKIPTAVINUR

OKKAR AÐKOMA

Bakendaforritun, framendaforritun, verkefnastýring, hýsing

TÍMABIL

Hófst: september 2023

Lauk: október 2023

Hröð afhending

Origo fékk það verkefni að stafvæða fjórðu samantektarskýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar til að auka aðgengi að upplýsingum úr skýrslunni. Úr því verkefni varð til vefurinn loftslagsbreytingar.is sem varpar fram vísindalegum athugunum vísindanefndar. Rán Flygenring teiknaði fallegu myndirnar á vefnum til að gefa skýrslunni líf og hönnunarstofan Metall sá um að hanna viðmótið. Vefurinn var tilbúinn á einungis 18 dögum.

Skjaskot af vefnum loftslagsbreytingar.is Skjaskot af vefnum loftslagsbreytingar.is

Fagmennska, sveigjanleiki og rösk vinnubrögð voru einkennandi fyrir þá vinnu sem Origo lagði til við gerð vefsins. Ég er þeim afar þakklát fyrir vinnuna sem þeir skiluðu og þeim sveigjanleika sem okkur var sýnt

Anna Hulda Ólafsdóttir

Skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunnar

Mikilvægt að tryggja aðgengi fyrir alla

Stafrænt aðgengi fyrir alla er gífurlega mikilvægt og þarf að hafa það í huga í öllum ákvörðunum sem teknar eru. Til þess að sem flest geti lesið efnið á loftslagsbreytingar.is var viðmótið aðgengisprófað af Reykjavík Marketing. Auk þess geta notendur hlustað á íslenskan talgervil lesa upp textann.

Skjaskot af siðunni loftslagsbreytingar.is Skjaskot af siðunni loftslagsbreytingar.is

Flóknar upplýsingar gerðar aðgengilegar

Skýrslan um umfang og afleiðingar hnattrænna loftslagsbreytinga og áhrif þeirra á Ísland er unnin af vísindanefnd um loftslagsbreytingar. Markmiðið skýrslunnar er að kortleggja ástand þekkingar á loftslagsbreytingum og áhrifa þeirra hér á landi, hver séu helstu óvissuatriði tengd áhrifum loftslagsbreytinga og hvaða vafamál sé brýnt að skoða betur. Skýrslan er um 400 blaðsíður og málefnið brýnt og var þetta því gífurlega mikilvægt verkefni. Origo tókst með þessu verkefni að koma flóknum upplýsingum á stafrænt form og þar með gera þær aðgengilegar fyrir alla.

Getum við hjálpað þér á þinni stafrænu vegferð?

Fá ráðgjöf