14/03/2022 • Halldór Jón Garðarsson

Canon fagnar 35 ára afmæli EOS kerfisins – stiklað á stóru

Nú í mars fagnar Canon 35 ára afmæli EOS kerfisins sem samanstendur af EOS myndavélum með útskiptanlegum linsum og víðtæku úrvali af linsum og aukahlutum.

EOS stendur fyrir ,,Electro Optical System“ og ber einnig nafn grísku dögunargyðjunnar. Um er að ræða fyrsta rafræna ljósmyndakerfið með útskiptanlegum linsum og endurspeglaði nýja kynslóð af sjálfvirku fókuskerfi í SLR myndavélum. 

Hraði og auðveld notkun Canon myndavéla 

Fyrsta myndavélin í EOS kerfinu var EOS 650 og kom hún út árið 1987. Þegar filmumyndavélar voru ráðandi voru notendur afar ánægðir með EOS SLR myndavélar þar sem þær bjuggu yfir nýrri tækni og hönnun sem endurspeglar það sem Canon myndavélar standa enn fyrir í dag, þ.e. hraði og auðveld notkun. Á þessum tíma, nánar tiltekið 1989, kom Canon með EOS-1 á markaðinn sem var topp myndavél fyrir atvinnufólk. Árið 1993 kynnti Canon síðan hina léttu EOS 500 sem stækkaði notendahópinn til muna. 

Bylting með EOS 5D Mark II 

Eftir að EOS D30 kom á markaðinn árið 2000, þegar vinsældir stafrænna SLR myndavéla voru að ná hæstu hæðum, þróaði Canon svo nýjar tegundir myndavéla. Má nefna EOS-1D (2001) sem bjó yfir miklum hraða og frábærum myndgæðum þess tíma, EOS 300D sem höfðaði til breiðari notendahóps, og EOS 5D Mark II (2008) sem var með Full HD vídeó sem var mikil bylting. Árið 2012 var EOS vídeótækninni umbreytt með tilkomu Cinema EOS kerfisins sem markar innkomu Canon í framleiðsluhluta sjónvarps- og kvikmyndagerðar. 

8K vídeó & Sjálfvikur fókus stjórnað af auganu 

Frá þessum tíma hefur Canon haldið áfram að þjóna fjölbreyttari hópi notenda. Árið 2018 varð EOS R kerfið til af þeirri ástríðu Canon að búa til hina fullkomnu linsufestingu (lens mount) til að hámarka möguleika og aðdráttarafl hinna nýju RF linsa. Fyrirtækið fylgdi því eftir árið 2020 með EOS R5, fyrstu stafrænu myndavél heims með 8K upptöku. Í fyrra kynnti svo Canon hina mögnuðu EOS R3, sem státar m.a. af sjálfvirkum fókus sem er stjórnað af auganu, og þá skal nefna EOS VR kerfið til að taka upp VR efni. 

Fangaðu framtíðina með Canon 

EOS kerfið eykur möguleika hvers notanda til að fanga augnablik og segja sögur, hvort sem er með ljósmynd, vídeó eða VR efni. EOS línan samanstendur af 21 myndavél og 104 RF og EF linsum. Þess má geta að Canon hefur verið í fyrsta sæti í heiminum í sölu á myndavélum með útskiptanlegum linsum frá árinu 2003, alls 18 ár í röð. 

Canon mun halda áfram að þróa fjölbreytta myndtækni sem byggir á optískri tækni fyrirtækisins til að búa til enn öflugra EOS kerfi sem uppfyllir þarfir sífellt fjölbreyttari notendahóps. 

Origo er umboðsaðili Canon á Íslandi. Þú getur skoðað úrval af Canon myndavélum með því að smella hér. 

Ljósm. Vilhelm Gunnarsson. Myndavél: Canon EOS R5

https://images.prismic.io/new-origo/2373fe30-f2b3-4c7f-b2de-af3ba2ce19ab_Halldor_Jon_Gardarsson.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Halldór Jón Garðarsson

Deila bloggi