14/09/2023
Láttu reikningana vinna fyrir þig með Innkaupa-greiningu
Þökk sé gögnum og hagnýtingu þeirra er hægt að ná mikilli hagræðingu í rekstri.

Þökk sé gögnum og hagnýtingu þeirra er hægt að ná mikilli hagræðingu í rekstri. Gagnadrifin nýsköpun hjá Origo hefur leitt til þess að við getum aðstoðað þinn rekstur við að koma auga á sóun í innkaupum. SpendSenze er hannað til þess að koma auga á sóun og aðstoða við að aðlaga innkaupin þín.
Hvernig virkar þetta?

Fyrsta skrefið er að nota lausn eins og Unimaze til að taka á móti rafrænum reikningum, skanna alla hina og flokka þá. Þá getur SpendSenze fengið bókhaldslyklana til að skoða gögnin til að greina sóun og vigta losun.
SpendSenze er tengt við nokkra ytri grunna til að geta greint gögnin:
Timian fyrir losunartölur og kostnaðargreiningu
Unimaze fyrir flokkun og stafræningu reikninga
icecat fyrir vörulýsingar
UNSPSC vörugagnagrunn Sameinuðu þjóðanna
Gengi gjaldmiðla
Þjóðskrá

Yfirsýn með PowerBI

Gögnunum er raðað snyrtilega upp í PowerBI mælaborði sem gefur kost á því að þysja sig niður á einstaka flokka eins og vöruflokka, birgja og fleira.
Af hverju er Lays snakkið búið að hækka svona í innkaupum mánaðarins fyrir Siggabar? Er það verðhækkun eða aukið magn? Já, það er verðbreyting og nú er komið að því að hækka eða leita að betra boði. Forstjóri Origo notaði sjálfur SpendSenze til að komast að því að kaffidrykkja fyrirtækisins var búin að þjóta upp undanfarið og gat því samið um magnafslátt af kaffi sem sparaði mikla fjármuni. Öllum gögnum úr PowerBI er hægt að koma auðveldlega fyrir á vefjum ykkar.

Þú ert enga stund af stað
Það eru nú þegar sex viðskiptavinir komnir inn í þessa nýsköpuðu lausn og farnir að spara 5-20% við innkaup sín. Ef þú nýtir þér Unimaze í dag þá ertu enga stund að setja upp SpendSenze. Vertu í sambandi við okkur og við hjálpum þér að koma upp gagnadrifinni innkaupagreiningu sem sparar rekstrinum peninga og plánetunni auðlindir.