06/01/2025 • Einar Jóhannesson
Gögn eru undirstaða framþróunar
Gögn eru ekki aðeins lífsnauðsynleg fyrir daglegan rekstur fyrirtækja heldur jafnframt uppspretta nýsköpunar og framtíðarmöguleika.

Hvert er raunverulegt mikilvægi gagna?
Í þessu stutta viðtali fer Thomas Harrer, IBM Distinguished Engineer, yfir mikilvægi gagna og gefur góða innsýn í þær áskoranir og tækifæri sem liggja i gögnum í dag.
Öll fyrirtæki treysta á gögn í daglegum rekstri og verða því óstarfhæf ef að gögn eru tekin í gíslingu, skemmd eða gerð óaðgengileg með einhverjum hætti. Gögn skapa virði fyrir fyrirtæki, þau viðhalda þekkingu og eru mikilvægur þáttur í nýsköpun. Þá geta gögn sem mynduð eru í dag orðið fyrirtækjum mikils virði í framtíðinni, þess vegna er mikilvægt að þau séu geymd á réttum stað, með réttum hætti og aðgengileg þeim sem þurfa á þeim að halda með tryggum hætti.
0:00
0:00
Gögn eru uppspretta nýsköpunar, þar sem gervigreind og gagnatækni skapa ný tækifæri í vöruþróun og auka þannig virði.
Thomas Harrer
•
IBM Distinguished Engineer - CTO Server & Storage EMEA
Gögn og samkeppnishæfni
Gögn eru ein verðmætasta eign fyrirtækja í dag. Þau eru ekki aðeins grundvöllur daglegs reksturs heldur einnig lykill að nýsköpun og framtíðartækifærum. Rétt meðhöndlun og varðveisla gagna er því afar mikilvæg fyrir fyrirtæki sem vilja tryggja samkeppnishæfni sína og vöxt.
Að tryggja öryggi gagna er ekki aðeins spurning um að forðast fjárhagslegt tjón vegna gagnataps eða netárása, heldur einnig um að viðhalda trausti viðskiptavina og samstarfsaðila. Ótryggð gögn geta þannig leitt til alvarlegra fjárhagslegra afleiðinga og skaða á orðspori fyrirtækisins.
Réttur miðlægur búnaður er lykilatriði
Það er því nauðsynlegt að fyrirtæki fjárfesti í traustum gagnageymslulausnum og geri öflugar öryggisráðstafanir. Þetta felur meðal annars í sér að hafa áreiðanlegar gagnageymslu- og afritunarlausnir, aðgangsstýringar og reglulegar öryggisúttektir. Með því að leggja áherslu á öryggi og varðveislu gagna geta fyrirtæki ekki aðeins verndað núverandi starfsemi sína heldur einnig skapað grundvöll fyrir áframhaldandi nýsköpun og vöxt.
Það er þess vegna mikilvægt að átta sig á að gögn eru ekki aðeins tæknileg auðlind heldur einnig stefnumótandi eign sem getur veitt fyrirtækjum samkeppnisforskot. Með réttri meðhöndlun og nýtingu gagna geta fyrirtæki þróað nýjar vörur og þjónustu, bætt ákvarðanatöku og aukið ánægju viðskiptavina.
Ráðgjöf og þjónusta
Sérfræðingar Origo hafa áralanga reynslu af ráðgjöf til viðskiptavina við val á miðlægum búnaði, uppsetningu og rekstri með það að markmiði að hámarka afköst og hagkvæmni. Í samstarfi við okkar birgja styðjum við áfram við bakið á viðskiptavinum með öflugri tæknilegri þjónustu og góðu aðgengi að varahlutum.
Ráðgjöf
Fá ráðgjöf

Höfundur bloggs
Einar Jóhannesson
Vörustjóri IBM System Z / Product Manager, IBM System Z
Deila bloggi