15/08/2024 • Kristín Hrefna Halldórsdóttir

Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir aukið hagkvæmni í innkaupum?

Með sjálfvirkri innkaupagreiningu fá fyrirtæki skýrt yfirlit yfir útgjöld rekstrarins, geta varpað ljósi á óþarfa eða óhagkvæm kaup og komið auga á sparnaðartækfæri.

Kristín Hrefna

Rekstrarkostnaður hefur bein áhrif á hagnað fyrirtækja en hann á það til að blása út ef stjórnendur eru ekki með augun á boltanum. Eitt af þeim sviðum sem fyrirtæki eiga oft erfitt með að stýra eru innkaup, þau eru oft á höndum margra stjórnenda og getur því verið erfitt að fá raunsanna yfirsýn. Það er þar sem SpendSenze, ný lausn frá Origo, kemur sterk inn til að hjálpa fyrirtækjum að draga úr sóun og auka hagkvæmni í innkaupum.

SpendSenze er sjálfvirk innkaupagreiningartækni sem gerir fyrirtækjum kleift að fá djúpa innsýn í eigin innkaup. Lausnin safnar gögnum frá rafrænum reikningum og auðgar þau með gagnalindum sem búa til virði fyrir stjórnendur og skilar skýrum myndum af innkaupamynstri og tækifærum til sparnaðar.

Raundæmi frá Íslandi

Eitt íslenskt fyrirtæki sem hafði lengi glímt við að halda utan um innkaupakostnað og draga úr sóun byrjaði að nota SpendSenze um leið og varan kom á markað. Fyrirtækið hafði áður notað handvirkar aðferðir við að fylgjast með innkaupum, en sá fljótt að þessar aðferðir voru bæði tímafrekar og ónákvæmar. Það voru of margar hækkanir frá birgjum sem fóru framhjá stjórnendum.

Með SpendSenze gátu þau greint hverjir helstu kostnaðarliðirnir voru og séð hækkun á einingarverði með ótrúlega einföldum hætti. Lausnin sýndi að fyrirtækið var reglulega að kaupa inn vörur sem búið var að hækka í innkaupaverði án þeirra vitundar. Með upplýsingum úr SpendSenze tókst fyrirtækjum að draga úr þessum kostnaði sem var áður mjög ósýnilegur því samtalið við birgja um verð varð mun auðveldara.

Árangurinn af innleiðingu SpendSenze var augljós; lægri innkaupakostnaður og skýrari yfirsýn yfir innkaup. Fyrirtækið gat nú stýrt innkaupum sínum með meiri nákvæmni og tryggt að það væri aðeins að kaupa á því verði sem búið var að semja um.

Fáðu heildarsýn á innkaup fyrirtækis eða stofnunar með einföldum hættiFáðu heildarsýn á innkaup fyrirtækis eða stofnunar með einföldum hætti

Hverning hjálpar SpendSenze fyrirtækjum?

Yfirsýn yfir innkaup: SpendSenze veitir heildræna yfirsýn yfir öll innkaup fyrirtækisins. Það leyfir stjórnendum að sjá í hvaða vöruflokkum mest er keypt, frá hvaða birgjum og hvort það séu einhver afbrigði í verði eða magni.

Greining á óhagkvæmni: Lausnin greinir óhagkvæmni í innkaupum, til dæmis hvort fyrirtækið sé að kaupa of mikið af ákveðnum vörum eða hvort það sé að greiða of hátt verð fyrir ákveðna þjónustu. Þetta gerir fyrirtækjum kleift að draga úr sóun og samræma innkaupin betur við raunverulega þörf.

Sjálfvirkni og sveigjanleiki: SpendSenze er hannað til að vera auðvelt í notkun og uppsetningu. Enga innleiðingu þarf. Það veitir stjórnendum aðgang að nákvæmum greiningum í rauntíma, sem einfaldar ákvörðunartöku og hjálpar til við að innleiða breytingar hratt.

Höldum áfram að hjálpa

SpendSenze frá Origo er öflugt tæki sem hjálpar fyrirtækjum að minnka sóun í innkaupum og auka hagkvæmni. Með því að nýta sjálfvirka innkaupagreiningu geta fyrirtæki öðlast skýra sýn á innkaupamynstur sitt, dregið úr óþarfa kostnaði og hámarkað hagnað. Það er ekki aðeins gott fyrir fyrirtækin sjálf, heldur líka fyrir umhverfið.

Nokkur fyrirtæki hafa nú þegar séð ávinninginn af SpendSenze, og ljóst er að þetta tól mun halda áfram að hjálpa fleiri fyrirtækjum að taka betri, upplýstari ákvarðanir um innkaup og rekstur.

Viltu vita meira um SpendSenze?

Fáðu skýrt yfirlit yfir útgjöld rekstrarins, greindu dulinn kostnað sem áður væri erfitt að finna og komdu auga á sparnaðartækifæri.

Ísleifur, sölustjóri Hugbúnaðarlausna
https://images.prismic.io/new-origo/64997ff7-9621-48c4-a1c6-3f4534b4108c_kristinhrefna.jpg?auto=compress,format&rect=0,0,497,331&w=300&h=200

Höfundur bloggs

Kristín Hrefna Halldórsdóttir

Forstöðuman

Deila bloggi