23/08/2022 • Eyjólfur Jóhannsson

Sony fagnar góðu gengi á EISA verðlaununum

Sony er ákaflega stolt af því að hafa, enn eitt árið, hlotið fjölda viðurkenninga frá EISA sem eru samtök Evrópskra sérfræðinga og gagnrýnenda í mynd og hljóðtækni.

Sony hlaut alls átta verðlaun í fjórum yfirflokkum - þar á meðal full-frame myndavél ársins fyrir Alpha 7 IV, margmiðlunarsnjallsíma ársins fyrir Xperia 1 IV og þráðlaus heyrnartól ársins fyrir WH-1000XM5.

Listinn yfir EISA verðlaunin sem Sony hlýtur:

 • EISA FULL-FRAME CAMERA 2022-2023: Sony Alpha 7 IV

 • EISA VLOGGING CAMERA 2022-2023: Sony ZV-E10

 • EISA LENS OF THE YEAR 2022-2023: Sony FE 24-70mm F2.8 GM II

 • EISA PHOTO/VIDEO WIDE ANGLE ZOOM LENS 2022-2023: Sony FE PZ 16-35mm F4 G

 • EISA TELEPHOTO ZOOM LENS 2022-2023: Sony FE 70-200mm F2.8 GM OSS II

 • EISA MULTIMEDIA SMARTPHONE 2022-2023: Sony Xperia 1 IV

 • EISA WIRELESS HEADPHONES 2022-2023: Sony WH-1000XM5

 • EISA PREMIUM OLED TV 2022-2023: Sony XR-65A95K

EISA FULL-FRAME CAMERA OF THE YEAR 2022-2023: Sony Alpha 7 IV

 • Þessi spegillausa Full Frame myndavél endurbætir forvera sinn, Alpha 7 III, á næstum öllum sviðum.

 • Nýja 33 milljón pixla baklýsta CMOS Exmor R myndflagan og nýjasti BIONZ XR örgjörvinn tryggja framúrskarandi myndgæði og hreyfanlegur snertiskjárinn auðveldar alla meðhöndlun, sérstaklega fyrir kvikmyndagerðarmenn og vloggara. Vélin býður uppá að taka allt að 10 ramma á sekúndu á meðan hraður og áreiðanlegur sjálfvirkur fókus með rauntímamælingu greinir augu fólks, dýra og fugla.

 • Hvað video varðar getur Alpha 7 IV tekið UHD 4K/30p á alla myndflöguna, eða 4K/60p upptöku í Super 35mm stillingu. Einnig er boðið uppá ýmsar skemmtilegar stillingar, skapandi útlit og myndsnið, þar á meðal hið fræga S-Cinetone fyrir alvöru kvikmynda áferð.

EISA VLOGGING CAMERA 2022-2023: Sony ZV-E10

 • Rétt eins og Vlog myndavélin ZV-1 sem vann til EISA verðlauna fyrir tveimur árum, er Vlog myndavélin ZV-E10 hönnuð fyrir framleiðendur myndefnis fyrir netið, með þeim aukaávinningi að nota skiptanlegar linsur.

 • Þetta er frábær myndavél fyrir bæði myndir og video, sem býður upp á hraðvirkan og nákvæman sjálfvirkan fókus ásamt rauntíma Eye AF.

 • Hreyfanlegur LCD-skjárinn er frábær hjálp í bæði mynda- og videostillingum þar á meðal í sjálfsmyndatöku. Í myndbandsstillingu tryggir hágæða hljóðneminn með meðfylgjandi vindhlíf kristaltært hljóð.

 • Auk þess styður Vlog myndavélin ZV-E10 nýjustu myndbandstækni, allt frá 4K til streymis í beinni, og fjölmarga eiginleika sem gera það mjög auðvelt að búa til og deila videoefni við alls kyns aðstæður.

EISA LENS OF THE YEAR 2022-2023: Sony FE 24-70mm F2.8 GM II

 • Þessi ljósnæma standard aðdráttarlinsa fyrir Full Frame myndavélar er hönnuð bæði fyrir ljósmyndara og kvikmyndagerðarmenn.

 • Linsan býður upp á mjög mikil myndgæði með fallegu bokeh, ásamt fjórum hröðum og afar nákvæmum XD línulegum mótorum fyrir sjálfvirkan fókus.

 • Þessi annarrar kynslóðar G Master aðdráttarlinsa vekur aðdáun fyrir að vera minni og léttari, á sama tíma og húnbýður uppá fleiri möguleika og stillingar í samanburði við forverann.

 • Auk ljósopshring sem hægt er að stilla á þrepalausa stjórn er hann með aðdráttarrofa sem gerir ljósmyndaranum kleift að velja stillingar sem aðstæður krefjast. Tveir stillanlegir fókushnappar veita einnig þægilega stjórn.

EISA PHOTO/VIDEO WIDE ANGLE ZOOM LENS 2022-2023: Sony FE PZ 16-35mm F4 G

 • Nýjasta SELP1635F4 frá Sony býður uppá rafknúinn aðdrátt knúinn af XD Linear mótorum fyrir einstaklega fína og nákvæma stjórn. Þetta gerir linsuna að aðlaðandi valkosti fyrir kvikmyndagerðafólk sem vilja mjúkan og nákvæman aðdrátt í upptöku.

 • Linsan er hárnákvæm og heldur fókus afar vel í aðdrætti og bjagar óverulega. Þessi linsa er þó ekki bara fyrir video, fyrirferðalítil, létt, veðurþolin hönnun og hágæða gler gera hann einnig að góðum valkosti fyrir landslagsljósmyndara sem vilja ferðast létt.

 • Bæði ljósmyndarar og videotökumenn njóta einnig góðs af víðtækum stjórntækjum linsunnar, þar á meðal sérstakan ljósopshring.

EISA TELEPHOTO ZOOM LENS 2022-2023: Sony FE 70-200mm F2.8 GM OSS II

 • Þessi hraðvirka aðdráttarlinsa er algjör endurhönnun á fyrstu FE 70-200mm F2.8 G Master frá Sony.

 • Ný optísk hönnun veitir skerpu frá horni til horns á öllu aðdráttarsviðinu. Sjálfvirka fókuskerfið er byggt upp í kringum tvö pör af XD línulegum mótorum sem keyra tvo fókushópa, sem veitir hraðari fókus og betri fókusrakningu.

 • Myndbandstökumenn kunna að meta ljósopshringinn sem hægt er að nota annaðhvort með stig eða stiglausri stillingu, sem og minni fókusöndun og fókusbreytingu.

 • Þrátt fyrir allar þessar endurbætur er linsan næstum þriðjungi léttari en upprunalega útgáfan.

EISA MULTIMEDIA SMARTPHONE 2022-2023: Sony Xperia 1 IV

 • Sony Xperia 1 IV heillar með glæsilegri nútímalegri hönnun og sterkri gleráferð á skjá og hliðum en innihaldið er jafnvel enn meira aðlaðandi.

 • Xperia 1 IV er útbúinn linsu með hreyfanlegum 80-120 mm aðdrætti og háþróuðum myndflögum með 120fps aflestri.

 • Kraftmikill Qualcomm Snapdragon örgjörvi og 5000mAh rafhlaða fullkomna tækið og tryggja honum verðlaun sem konungs margmiðlunar meðal snjallsíma.

EISA WIRELESS HEADPHONES 2022-2023: Sony WH-1000XM5

 • Heyrnartól sem þú munt alltaf vilja taka með þér. Sony fullkomnar framleiðsluna á hágæða þráðlausum heyrnartólum með WH-1000XM5 sem eru útbúin markaðsleiðandi Noise Cancel.

 • Nýtt útlit úr léttu efni og „Soft fit leather“ er með þægilegum púðum sem halda óæskilegum hljóðum úti án þess að beita of miklum þrýstingi.

 • Heyrnartólin skarta nýjum 30mm hátölurum úr carbon fiber framkalla mögnuð hljómgæði með ótrúlegum smáatriðum á öllu tíðnisviðinu.

 • Fjórir hljóðnemar tryggja skýr símtöl, með öðrum og tveimur örgjörvar bera kennsl á og draga úr utanaðkomandi hávaða og Auto NC Optimizer sem sjálfkrafa fínstillir hávaðadeyfi í annasömustu umhverfi.

 • Snjallsímaforrit Sony nýtir sér fjölbreytt úrval af aðgerðum og breytir WH-1000XM5 í fullkomin heyrnartól.

EISA Premium OLED TV 2022-2023: Sony XR-65A95K

 • Besta OLED sjónvarp Sony frá upphafi býður upp á alveg nýja QD-OLED skjátækni, byggt á bláljósa díóðum og Quantum Dot skjálagi. Fyrir vikið framkallar tækið óviðjafnanleg myndgæði og djúpan svartan lit, skarpa liti og birtu umfram allar væntingar, fullkomnuð með marghliða Cognitive Processor XR frá Sony.

 • Kvikmyndir og annað sjónvarpsefni skilar sér fullkomlega og að sjáfsögðu er þetta flaggskipsmódel tilbúið fyrir leikjaspilara með VRR, ALLM og 4K/120Hz stuðningi.

 • Hið endurbætta Acoustic Surface Audio+ hljóðkerfi skilar fullkominni hljóðmynd sem dreifir sér á rétta staði í samræmi við myndina. Tækið er Google TV, og býður uppá BRAVIA CORE TM kvikmyndaforritið og meðfylgjandi BRAVIA CAM myndavél í fullri háskerpu býður uppá að taka fundina beint í gegnum sjónvarpið.

Um EISA

EISA eru samtök 60 fagtímarita og vefsíðna frá 29 löndum. Saga EISA hófst árið 1982 þegar aðalritstjórar fimm evrópskra ljósmyndatímarita komu saman til að velja „myndavél ársins“ í fyrsta sinn. Þeir höfðu ekki hugmynd um að út frá þessum fundi myndi EISA - European Imaging and Sound Association - koma fram nokkrum árum síðar. Þessi sögulega stund átti sér stað árið 1989 eftir að önnur 10 ljósmyndablöð höfðu bæst í hópinn.

https://images.prismic.io/new-origo/31f3dff3-a449-44ea-8416-2e6ce2711563_EYJO.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Eyjólfur Jóhannsson

Vörustjóri Sony

Deila bloggi