17/04/2023
Stafræn vegferð eflir yfirlit yfir uppbyggingu húsnæðis í Reykjavíkurborg
Fylgstu með framtíð Reykjavíkurborgar með gagnvirkri kortasjá

Húsnæðisuppbygging Reykjavíkurborgar öll á einum stað
Reykjavíkurborg, í samstarfi við Stafrænar lausnir Origo, hefur útfært gagnvirka kortasjá þar sem hægt er að fylgjast með húsnæðisuppbyggingu og gæðum hennar í Reykjavík. Ekki bara eru mörg mismunandi byggingarverkefni í gangi hverju sinni, heldur eru þau á mismunandi stigum og dreifð á milli borgarhluta.
Samstarf við stafrænar lausnir Origo var mjög gott, samskiptin voru fagleg, þægileg og starfsfólk Origo lausnamiðað. Áskoranir voru tæklaðar hratt og örugglega og fundið út úr hlutunum þegar svörin lágu ekki beint við
Þorbjörn Þórarinsson
•
Vörustjóri hjá Reykjavíkurborg
Með þessum skemmtilega vef er hægt að fá yfirsýn á uppbygginguna og lausar lóðir á mettíma. Það er hægt að raða uppbyggingarverkefnum eftir stigum og borgarhlutum. Gögnin koma frá landupplýsingakerfi Reykjavíkur (LUKR) og eru unnin í tengslum við húsnæðisáætlun Reykjavíkur, þar sem er að finna 26 þúsund íbúðir, en það eru rétt undir 60 þúsund íbúðir í Reykjavík í dag. Lausnin gerir gögn húsnæðisáætlunar aðgengileg öllum með því að birta þau með einföldum hætti á korti á vefnum.

Í stikunni efst er hægt að skoða samtölur fyrir það helsta í þeim borgarhluta sem þú hefur valið. Samtölunum er raðað í tímaröð verkefnana frá vinstri til hægri. Frá verkefnum sem eru í þróun að íbúðum sem eru í byggingu núna.

Til hægri er að finna síu svo hægt sé að sía eftir borgarhluta og stöðu verkefnis. Lítil samtala yfir verkefni (ekki íbúðir) er efst til hægri þegar það er búið að sía.

Í flestum tilvikum er hægt að smella á fleka verkefnis og fá þá upp ítarlegri upplýsingar um það. Þar er hægt að skoða fjölda íbúða, framkvæmdaraðila, arkitekt og fleira. Vefið ykkur inn á https://reykjavik.is/husnaedi/uppbygging til að skoða betur.

Við hjá Origo erum gífurlega ánægð með samstarf og samvinnu við Reykjarvíkurborg, þar sem skýr markmið og gott samstarf skilar árangri sem þessum, þar sem við náum að setja fram flókin og mikilvæg gögn á einfaldan og aðgengilegan máta fyrir öll.
Kjartan Hansson
•
Forstöðumaður Stafrænna lausna
