24/09/2024 • Örn Þór Alfreðsson

Öryggisafrit: Áttaviti sem leiðir þig burt frá rekstraráhættum

Topp 5 ástæður fyrir íslensk fyrirtæki að huga að öflugum afritunarlausnum og áætlun um endurheimt

Öryggisafrit mikilvæg forvörn gegn netárásum

Í heimi þar sem gögn eru olía nútímans, er ekki hægt að vanmeta mikilvægi þess að taka öryggisafrit af gögnum og upplýsingatækniumhverfum. Örugg afritun eru nauðsynleg trygging sem verndar mikilvægar upplýsingar gegn óvæntum atburðum eins og netárásum, gagnatapi, kerfishruni eða öðrum ófyrirséðum aðstæðum.

Það er ógnvænlegt að í Bandaríkjunum hætta 60% af fyrirtækjum, sem verða fyrir gagnatapi, starfsemi innan sex mánaða, eins og rannsókn EnterpriseAppsToday sýnir. Auk þess enda 93% fyrirtækja sem verða fyrir meiriháttar gagnatapi og hafa ekki tilbúna áætlun um endurheimt gagna, í gjaldþroti innan eins árs.

Af hverju að fjárfesta í netöryggi?

Mikilvægi þess að fjárfesta í fjölbreyttum öryggislausnum hefur aldrei verið meira. Örn Þór Alfreðsson, framkvæmdastjóri Þjónustulausna Origo, telur hér upp topp fimm ástæður, að hans mati, fyrir því að öryggisafrit og áætlun um endurheimt gagna eru lífsnauðsynleg öllum íslenskum fyrirtækjum:

  1. Uppfylla reglugerðir og lagakröfur: Starfsemi íslenskra fyrirtækja fellur að mörgu leyti undir sömu reglur um gögn og upplýsingaöryggi og á alþjóðavettvangi, óháð atvinnugreinum. Öryggisafrit eru oft nauðsynleg til að uppfylla þessar kröfur og forðast sektir eða aðrar lagalegar afleiðingar.

  2. Vörn gegn gagnatapi: Gögn eiga það til að glatast á versta tíma og af ýmsum ástæðum, svo sem vegna netárása, bilunar í búnaði, mannlegra mistaka eða náttúruhamfara. Fyrirbyggjandi aðgerðir skipta því öllu máli. Hrein öryggisafrit og áætlanir um endurheimt gagna eru grundvallarforsendur þess að unnt sé að verja gögn fyrirtækja og draga stórlega úr niðritíma og áhrifum atviks sem leiðir til rekstrarstöðvunar.

  3. Lágmarka rekstraráhættu með öruggum uppitíma: Getan til að halda áfram rekstri eins fljótt og hægt er eftir áfall eins og til dæmis netárás er lykilatriði. Öryggisafrit gera fyrirtækjum kleift að endurheimta kerfi sín og gögn hratt og halda áfram starfsemi án verulegra truflana.

  4. Öðlast hugarró með öruggu aðgengi að gögnum: Að vita að gögn og kerfi fyrirtækisins séu örugg getur veitt mikla sálarró. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að missa verðmætar upplýsingar sem geta haft áhrif á rekstraröryggi, orðspor fyrirtækisins sem og þitt persónulega orðspor.

  5. Ná samkeppnisforskoti: Fyrirtæki sem geta fljótt endurheimt gögn og kerfi eftir áfall hafa forskot á samkeppnisaðila sem gætu þurft lengri tíma til að jafna sig eftir sams konar atburði.

Öryggisafrit eru því ekki aðeins tæknileg nauðsyn, heldur veita stjórnendum hugarró og eru mikilvægur þáttur í gagnastjórnun og ábyrgum rekstri fyrirtækja.

Anton Már Egilsson forstjóri Syndis og Örn Þór Alfreðsson framkvæmdastjóri Þjónustulausna hjá Origo á öryggisviðburði Origo og Syndis.Anton Már Egilsson forstjóri Syndis og Örn Þór Alfreðsson framkvæmdastjóri Þjónustulausna hjá Origo á öryggisviðburði Origo og Syndis.

Að hverju skal huga við val á afritunarlausnum?

Val á afritunarlausnum og gerð áætlunar um endurheimt þarf að taka mið af þörfum hvers fyrirtækis. Til að hámarka ávinninginn er mikilvægt að horfa til eftirfarandi atriða:

  • Hversu hratt þarftu að geta komist á fætur ef áfall verður?

  • Er eftirlit sjálfvirkt eða fylgir því mikil handavinna og þar með áhætta á mannlegum mistökum?

  • Hver bregst við ef kerfin/lausnirnar benda á frávik?

  • Hvernig er staðsetningu gagnanna háttað? Eru frumgögn aðskilin frá afritum og er landfræðilegur aðskilnaður til staðar?

  • Er hægt að breyta gögnunum eftir að þau eru komin inn í afritunarkerfið?

  • Er margþátta auðkenning á afritunarkerfinu?

  • Er undirliggjandi gagnaumhverfi óaðgengilegt öllum nema kerfinu sjálfu?

Með því að fylgja góðum starfsvenjum í slíkri fjárfestingu hefurðu tekið stórt skref í átt að öruggari gögnum og upplýsingatækniumhverfi. Þannig er fyrirtækið betur undirbúið fyrir óvænt atvik.

Fá ráðgjöf

Lausnaráðgjafar Origo aðstoða þig við þarfagreiningu og val á viðeigandi lausnum

https://images.prismic.io/new-origo/4386c36c-dc78-4f8d-9df5-8ecec6316286_%C3%96rn%C3%9E%C3%B3rAlfre%C3%B0sson.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Örn Þór Alfreðsson

Framkvæmdastjóri Þjónustulausna

Deila bloggi