20/12/2023
Ár framþróunar hjá Origo
Origo er í 3 sæti meðal stórra fyrirtækja sem fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2023.

Það mætti kalla árið 2023 ár framþróunar hjá Origo, en síðastliðið ár hefur verið viðburðaríkt hjá fyrirtækinu. Fyrr á árinu voru hlutabréf Origo tekin úr viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar eftir að hafa verið skráð á íslenskan hlutabréfamarkað í 27 ár.
Menntasjóðurinn Fremri stofnaður í febrúar, en markmið sjóðsins er að virkja hugvit og styrkja mannauð Origo til framtíðar á sviði nýsköpunar og verðmætasköpunar.
Í nóvember varð síðan til sjálfstætt félag, Helix Health utan um þá starfsemi sem tilheyrði áður Heilbrigðislausnasvið Origo. Helix sérhæfir sig í lausnaþróun sem bætir líf og öryggi þeirra sem veita og þiggja heilbrigðisþjónustu. Í desember hlaut svo einnig Notendalausnahluti Origo aukið sjálfstæði með það fyrir augum að færast nær viðskiptavinum og gæta að sinni sérhæfingu í búnaði. Um svipað leiti var netverslun Origo uppfærð til að bæta enn fremur upplifun viðskiptavina.
Fjölmargar nýjungar og viðbætur sem einfalda lífið
Við trúum því að betri tækni bæti lífið og þess vegna sjáum við til þess að a.m.k. 15% af tíma starfmanna okkar sé varið í nýsköpun. Við erum við stöðugt að þróa lausnir og þjónustu með það að markmiði að viðskiptavinur okkar skari fram úr. Fjöldi spennandi nýjungar og viðbætur áttu sér stað yfir árið sem senn er á enda.

Við kynntum til leiks nýja lausn sem við köllum SpendSenze og eru innkaupagreiningar sem hjálpa fyrirtækjum að koma auga á sóun í innkaupum. SpendSenze greinir sjálfkrafa hvaða innkaup hafa vaxið fram úr hófi og hvort vöruverð hafi vaxið meira en gengur og gerist á markaðinum. Þetta hjálpar fyrirtækjum við að lækka kostnað í innkaupum án þess að standa í kostnaðarsamri greiningarvinnu.
Gæðastjórnunarlausnin CCQ hefur unnið marga sigra á árinu en upp úr stendur að eftir langt útboðsferli, þar sem allar gæðastjórnunarlausnir á Evrópska efnahagsvæðinu gátu tekið þátt, valdi Landspítali Háskólasjúkrahús að taka upp CCQ, sem er mikil viðurkenning fyrir okkur.
Kjarni mannauðs- og launakerfi er einnig í sífelldri þróun og er árið í ár engin undantekning. Ein af viðbótum ársins við kerfið er samþykktarferli fyrir launabreytingar sem kom nýtt í upphafi árs og hefur síðan verið verið útvíkkað enn frekar og gert skilvirkara. Ásamt því hafa verið umfangsmiklar viðbætur til að styðja utanumhald veikinda- og orlofsréttar.
Justly Pay hjálpar fyrirtækjum að búa til og halda utan um skjöl fyrir jafnlaunavottun. Í ár hittum við mannauðsfólk landsins á glæsilegum Mannauðsdegi og kynntum fyrir þeim hvernig við getum stytt þeirra jafnlaunavegferð.

Gagnaöryggi var á margra vörum á árinu sem leið, en fyrirtæki eru sífellt að átta sig betur á mikilvægi þess að vernda kerfi fyrir árásum og vera undirbúin ef skaðinn er skeður. Hagnýting gagna er ekki aðeins lnauðsynleg fyrir góðan daglegan rekstur fyrirtækja heldur jafnframt uppspretta nýsköpunar og framtíðarmöguleika. Power 10 sem er nýjasta kynslóð IBM í öflugum netþjónum kom út á árinu. Power 10 henta í alls konar verkefni eins og gervigreind, blandaðar skýjalausnir og keyrslu gagnagrunna. Með því að uppfæra reglulega netþjóna geta fyrirtæki sparað sér verulegar fjárhæðir. Landsbankinn hefur náði að spara sér margar milljónir með því að uppfæra reglulega í nýjustu kynslóð Power netþjóna.
Í ár hafa einnig fjöldi spennandi verkefna i stafrænum lausnum verið unninn í samvinnu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Sem dæmi má nefna Samgöngustofu þar sem markmiðið var að einfalda eigendaskipti bifreiða. Einn helsti ávinningur verkefnisins er tímasparnaður, en árið 2022 voru 38.646 umsóknir um eigendaskipti hjá Samgöngustofu sem tilsvarar tímanum sem tekur að fara 32.205 ferðir til tunglsins. Einnig hefur Reykjavíkurborg, í samstarfi við Stafrænar lausnir Origo, útfært gagnvirka kortasjá þar sem hægt er að fylgjast með uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík.
Ný tækni ryður braut
Árið 2023 hefur gervigreind verið á allra vörum og fyrirtæki og einstaklingar að læra að nýta sér tækifæri hennar til að ná árangri. Gervigreindartæknin hefur náð góðum tökum á tungumálinu sem umbyltir samskiptum okkar við tæknina. Tækninni fleygir fram og það er ljóst að gervigreind mun leika stórt hlutverk í þróun framtíðarinnar.
DataLab sérhæfir sig í gagnatækni og gervigreind en þetta árið hafa þau verið að vinna í nýrri lausn sem á ensku kallast 'AI Assistant' en mætti kalla 'Þarfasta þjóninn' á íslensku. Lausnin er ætluð fyrirtækjum og stofnunum og eykur til muna aðgengi að þekkingu sem falin er í texta og er oft geymd í ótal skjölum. Þetta eru t.d. handbækur, leiðbeiningar og verklýsingar sem starfsfólk fyrirtækja og stofnana reiðir sig á í daglegum störfum en vandinn er að textinn er ekki læsilegur, leitin er léleg, magnið er mikið og breytingar eru oft gerðar svo erfitt er að þekkja efnið og hafa yfirsýn. Lausn DataLab gerir starfsfólki kleift að yfirheyra þessa textagögn í öruggu og notendavænu umhverfi og þannig fá hnitmiðuð svör við spurningum sínum, í anda ChatGPT. Munurinn er sá að lausn DataLab hefur fengið að lesa þessi innri skjöl og kann góð skil á sérhæfðri íslensku sem oft er notuð í slíkum texta.
Fyrirmyndarstarfsfólk
Undirstaða þess árangurs sem Origo hefur náð á árinu er án efa fólkið sem stendur að baki þeim lausnum sem hafa verið skapaðar. Fyrirtækið hefur sett sér metnaðarfull markmið um starfsánægju starfsmanna og á árinu hefur hún verið 8,3 og við stefnum enn hærra!
Með þakklæti fyrir gott ár sem er að líða, horfum við spennt til framtíðar.
Deila frétt