06/02/2025

Ert þú klár fyrir Copilot?

Á viðburðinum fór Linda Dögg yfir nauðsynlegan undirbúning fyrir innleiðingu á Copilot, nýjustu uppfærslur og mikilvægi þess að tryggja að Microsoft 365 umhverfi fyrirtækja sé öruggt áður en lausnin er tekin í notkun.

Origo stóð nýlega fyrir viðburðinum, Ert þú klár fyrir Copilot? þar sem gestir gátu öðlast betri skilning á hvernig þau geta undirbúið sig fyrir notkun á Copilot. Linda Dögg Guðmundsdóttir öryggis- og lausnaarktitekt hjá Origo kynnti Copilot lausnina og nýjustu uppfærslur. Auk þess fór hún yfir tæknilegar forendur og tengingar við Microsoft 365 og mikilvægi þess að tryggja að Microsoft 365 umhverfi fyrirtækja sé öruggt og tilbúið fyrir Copilot áður en það er tekið í notkun.

Viðburðurinn var hliðarviðburður UTmessunnar, en UTmessan sjálf fer fram dagana 7-8.febrúar í Hörpunni. UTmessan er stærsta tæknihátíð ársins og mæta þar helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins. Föstudagurinn er tileinkaður fagfólki í upplýsingatæknigeiranum en á laugardeginum fer fram tæknidagurinn sem er ókeypis og opinn öllum. 

Origo mun að sjálfsögðu vera á staðnum með bás þar sem hægt verður að upplifa einstakt samspil öryggis og tækni. Básinn er unninn í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörg en Origo er einn af aðalstyrktaraðilum þeirra. Nánari upplýsingar um það sem hægt verður að upplifa á básnum má finna hér.

Microsoft lausnir Origo

Ráðgjöf og lausnir fyrir öruggt tækniumhverfi

Sérfræðingar okkar aðstoða fyrirtæki að ná markmiðum sínum, láttu okkur og Microsoft skýjaþjónustu hjálpa þínu fyrirtæki að ná forskoti.

Starfsfólk Origo

Deila frétt