02/06/2022

Fjallgönguáskorun starfsmanna slær í gegn

Pólfar­inn Har­ald­ur Örn Ólafs­son leiðir starfs­menn Origo í gegn­um skemmti­lega göngu­áskor­un. Verk­efnið teyg­ir sig yfir sex vik­ur og í hverri er eitt fjall eða fell toppað. 

Haraldur Örn Ólafsson

Har­ald­ur held­ur viku­legt fræðslu­er­indi um tind vik­unn­ar, veit­ir ráðlegg­ing­ar um nauðsyn­leg­an búnað fyr­ir göng­una og fer yfir all­ar ör­ygg­is­regl­ur. Starfs­fólk fer í göng­una ým­ist með sam­starfs­fé­lög­um, fjöl­skyldu eða vin­um.

Hringrásarmarkaður með útivistafatnað

„Origo legg­ur ríka áherslu á um­hverf­is­mál í sínu dag­lega starfi og legg­ur sitt af mörk­um í þágu sjálf­bærr­ar þró­un­ar. Því var ákveðið að setja á lagg­irn­ar loppu­markað þar sem starfs­fólk get­ur selt, gefið og keypt notaðan úti­vistarfatnað hvort af öðru. Þannig fær úti­vistarfatnaður­inn fram­halds­líf og all­ir ættu að finna sér fatnað fyr­ir æv­in­týri sum­ars­ins,“ seg­ir Birta Ara­dótt­ir verk­efna­stjóri sam­fé­lags­ábyrgðar hjá Origo.

„Þetta er skemmti­leg fram­tak hjá fyr­ir­tæk­inu að vera með fjalla­l­opp­una. Þannig að fjalla­áskor­un­in er ekki ein­göngu heilsu­efl­ing fyr­ir starfs­fólk, held­ur gefst okk­ur líka tæki­færi á að end­ur­nýta úti­vistarfatnað og sýna ábyrgð í um­hverf­is­mál­um,“ seg­ir Birta enn­frem­ur.

Starfsfólk Origo sátt í göngu í ReykjadalStarfsfólk Origo sátt í göngu í Reykjadal

Fleiri hefja fjallgöngur

Góð stemn­ing hef­ur mynd­ast hjá hópn­um og mikið af skemmti­leg­um mynd­um verið deilt á toppn­um eða leiðar­enda göng­unn­ar. Þetta hef­ur gert það að verk­um að þeir starfs­menn sem höfðu ekki mik­inn áhuga á fjalla­mennsku, hafa ákveðið að slá til og byrjað að ganga tinda á höfuðborg­ar­svæðinu og þar í kring. Veitt eru verðlaun fyr­ir frum­leg­ustu mynd­ina í hverri viku. Einnig eru veitt verðlaun fyr­ir teymi vik­unn­ar og göngugarp­ar verðlaunaður. Fjalla­áskor­un­in end­ar svo á úti­vist­ar­degi þar sem starfs­fólk geng­ur sam­an síðasta tind­inn og fagn­ar svo með grilli og glensi eft­ir á.

Gengið yfir MóskarðshnjúkaGengið yfir Móskarðshnjúka

Það er búin að vera al­veg frá­bær þátt­taka hjá starfs­fólki Origo í þess­ari áskor­un. Við byrjuðum með fjalla­verk­efnið í fyrra í Covid til að halda uppi góðum starfs­anda. Verk­efnið fór svona rosa­lega vel í mann­skap­inn, enda mikið af keppn­is­fólki og hreyfifíkl­um sem vinna hjá okk­ur, þannig við ákváðum að end­ur­taka áskor­un­ina aft­ur í ár.

Eva Demireva

sér­fræðing­ur í mannauðsdeild Origo

Deila frétt