17/03/2025

Gunnar og Ásta nýir forstöðumenn hjá Origo

Gunnar Ingi og Ásta Ólafsdóttir eru nýir forstöðumenn hjá Origo, Gunnar Ingi tekur við sem forstöðumaður Azure skýja- og viðskiptalausna. Ásta tekur við fyrra starfi Gunnars Inga sem forstöðumaður rekstrarþjónustu Origo.

Ásta Ólafsdóttir og Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson

Origo hefur ráðið tvo nýja forstöðumenn. Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Azure skýja- og viðskiptalausna. Um er að ræða nýja stöðu á sviði hugbúnaðarlausna þar sem áhersla er lögð á heildstætt framboð Microsoft skýjalausna með tilliti til hagnýtingu gagna og samþættingu viðskiptalausna. Ásta Ólafsdóttir tekur við starfi Gunnars Inga sem forstöðumaður rekstrarþjónustu Origo á sviði þjónustulausna.

Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson forstöðumaður Azure skýja- og viðskiptalausna.Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson forstöðumaður Azure skýja- og viðskiptalausna.

Gunnar Ingi hóf störf hjá Origo í byrjun árs 2024 sem forstöðumaður rekstrarþjónustu Origo, en fyrir það gegndi hann stöðu vörustjóra hjá Stafrænu Íslandi sem þróar og rekur vefinn Ísland.is. Gunnar Ingi býr yfir mikilli reynslu af vöruþróun og upplýsingatæknirekstri og hefur hann stýrt stórum stafrænum umbreytingaverkefnum á 15 ára ferli sínum í upplýsingatækni.

Ásta Ólafsdóttir forstöðumaður rekstrarþjónustu Origo.Ásta Ólafsdóttir forstöðumaður rekstrarþjónustu Origo.

Ásta starfaði áður sem þjónustustjóri í skýja- og netrekstri hjá Origo. Hún er sterkur leiðtogi með víðtæka reynslu frá  sölu- og þjónustustjórnun en hún starfaði hjá Nova yfir 9 ára tímabil. Ásta hefur einnig starfað hjá Landsbankanum og Hreyfingu heilsulind og brennur fyrir upplifun og árangri viðskiptavina.

Origo er þekkingarfyrirtæki sem veitir rekstrarþjónustu, þróar hugbúnað og er samstarfsaðili og ráðgjafi fyrirtækja í sinni stafrænni vegferð. Sérhæfing Origo felst í því að skapa og reka örugga upplýsingatækniinnviði og þróa lausnir sem hagræða og einfalda fólki dagleg störf.  

Deila frétt