22/08/2021

Hrafn til heilbrigðislausna

Hrafn Ingvarsson

Hrafn Ingvarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo. Mikill vöxtur er í þróun og eftirspurn stafrænna heilbrigðislausna og mun Hrafn leiða áframhaldandi uppbyggingu og vöxt þeirra hjá félaginu.

Hrafn var áður framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Sendiráðsins, en hefur einnig starfað sem stjórnandi hjá Novomatic Lottery Solutions og í hugbúnaðarþróun hjá Betware. Hann er með BS í tölvunarfræði og MBA frá Háskólanum í Reykjavík.

Hrafn, sem er gömul handboltakempa með Aftureldingu úr Mosfellsbæ, sinnir golfi, hjólreiðum og fjallgöngu af kappi þegar tækifæri gefst.

„Stafrænar lausnir hafa sjaldan verið eins mikilvægar fyrir heilbrigðisþjónustu eins og nú. Origo er í lykilstöðu að bjóða slikar lausnir til viðskiptavina. Hér er djúp þekking og mikil reynsla starfsfólks sem hefur unnið að þróun heilbrigðislausna um árabil. Það eru margar lausnir í farvatninu sem verður spennandi að segja frá þegar að því kemur. Ég hlakka virkilega til að takast á við verkefnin sem framundan eru og vinna með því frábæra fagfólki sem hér starfar,“ segir Hrafn.

Hátt í 60 sérfræðingar vinna í þróun lausna fyrir heilbrigðisþjónustu. Á meðal lausna eru Saga sjúkraskrá, Heilsuvera, smáfforritin Smásaga, Hekla, Medicor, fjölmargar miðlægar sjúkrarskrártengdar lausnir auk lausna fyrir sýnatöku, bólusetningar og fjölmörg önnur Covid tengd verkefni.

Deila frétt