16/12/2022

Íslenskir framleiðendur á matvælum innleiða K8 vöruhúsakerfi

K8 vöruhúsakerfi Origo

Fyrir stuttu sömdu fyrirtækin Norðanfiskur og Eðalfiskur um innleiðingu á Unimaze, Kjarna, Business Central og K8 wms vöruhúsakerfi Origo ásamt búnaði. Fyrirtækin eru stór framleiðandi á matvælum og stefna nú enn hærra með þessari fjárfestingu.

K8 vöruhúsakerfi frá Origo er notendavænt og hagkvæmt vöruhúsakerfi sem gefur aukna yfirsýn, betri nýtingu á geymsluplássi og tíma starfsfólks, fækkar villum og eykur ánægju viðskiptavina. K8 er þróað í samvinnu við íslensk fyrirtæki af vöruhúsasérfræðingum Origo sem aðstoða við alla ráðgjöf, innleiðingu og þjónustu.

Með því að nýta stærð og fjölbreytileika Origo náum við með útsjónarsemi að samþætta lausnir sem gera viðskiptavinum okkar mögulegt að efla starfsemi fyrirtækja sinna. Þó K8 wms og Business Central séu í raun aðskilin kerfi hefur núna verið búin til traust brú á milli þeirra og því hægt að bjóða þau sem eina heild. Þetta er stórt skref þar sem við sjáum að eftirspurn á markaðinum er mikil eftir lausn af þessu tagi.

Stefán Jóhannsson

Vörustjóri K8

Að finna rétta kerfið getur verið tímafrekt og að fjárfesta í lausn sem kemur svo í ljós að hentar ekki rekstrinum er kostnaðarsamt, en þá er gott að geta leitað til traustra og reynslumikilla aðila á íslenskum markaði. K8 er eina vöruhúsakerfið á markaðnum sem er þróað í samvinnu við íslensk fyrirtæki.

Deila frétt