06/06/2022

Origo styrkir UN Women

Barnabókin Ofurhetjur í einn dag er gefin út til styrktar UN Wo­men. Origo hefur stutt við verkefnið og gaf starfsmönnum eintak af bókinni ásamt öllum bókasöfnum í grunnskólum Reykjavíkur.

Ég er búin að vinna mikið með börnum og ung­lingum í gegnum tíðina varðandi það að styrkja sjálfs­mynd og sjálfs­traust, en grunnurinn að svo mörgu er að eiga góða vini og koma vel fram við aðra,“ segir Anna Stein­sen, sem hafði að mark­miði að vald­efla ungar stúlkur og börn þegar hún skrifaði barna­bókina Ofur­hetjur í einn dag.

Bókin fjallar um sam­kennd, vin­áttu og gleði og segir frá flótta­barninu Kaju sem kemur til Ís­lands og eignast þar vin­konu. Þær leika saman og eru ofur­hetjur í einn dag.

Anna Steinsen, höfundur barnabókarinnar Ofurhetjur í einn dagAnna Steinsen, höfundur barnabókarinnar Ofurhetjur í einn dag

„Það er ó­trú­lega góð leið að kenna börnum í gegnum bækur og lestur. Það krefur for­eldra til að eiga sam­tal við börnin sín um alls konar mikil­væg mál­efni. Við höfum aldrei tekið á móti jafn­mörgum flótta­mönnum og nú og þetta eru aðal­lega konur og börn. Að vera á flótta fer illa með alla og þá sér­stak­lega börn. Þá skiptir öllu máli að taka vel á móti þeim og hlúa vel að þeim,“ segir Anna.

Bókin er gefin út til styrktar UN Wo­men. Rann­sóknir sýna að þegar konur fá menntun og vald­eflast þá efli þær fjöl­skylduna í leiðinni. Þannig eru mæður besta for­vörnin og stuðningur við menntun barna sinna.

Tak­mark Önnu er að börn um víða ver­öld fái að lesa bókina. „Ég vildi óska þess að einn daginn væri stúlka úti í heimi að lesa þessa bók og hún hefði já­kvæð á­hrif á stúlkuna. Myndi vald­efla hana.“

Origo hefur stutt við verkefnið og gaf starfsmönnum eintak af bókinni ásamt öllum bókasöfnum í grunnskólum Reykjavíkur. Anna segir að stuðningur Origo sé mikilvægur og hún hvetur íslensk fyrirtæki að láta gott af sér leiða í þágu flóttafólks og styrkja fleiri svona verkefni.

Deila frétt