29/08/2024

Rafmagnssnúrur frá Origo fá nýtt hlutverk

Við hjá Origo tókum þátt í skemmtilegu nýsköpunarverkefni með Rebekku Ashley Egilsdóttir, þar sem rafmagnssnúrur sem höfðu þjónað sínum tilgangi fengu framhaldslíf.

Origo tók nýlega þátt í skemmtilegu samstarfi með listakonunni Rebekku Ashley Egilsdóttur, þar sem hún nýtti rafmagnssnúrur sem höfðu þjónað sínum tilgangi í nýsköpunarverkefni sitt. Rebekka Ashley er menntaður vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands en verk hennar eru á jaðri myndlistar og hönnunar. Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar Rebekka tók þátt í samsýningu á Hönnunarmars 2021 þar sem þemað var hversdagslegir hlutir í nýju hlutverki. Hún fór þá að skoða alla þá hversdagslegu hluti sem eru í kringum fólk og tók eftir því að kassar með ónýtum snúrum leynast víða. Það getur reynst erfitt að endurvinna snúrur þar sem þær eru úr samsettum efnum.

Mig langaði því að finna leið til þess að nýta þennan óvenjulega efnivið í vörur fyrir heimilið. Taka rafmagnssnúrur sem voru áður ónýttar og ósýnilegar og gera úr þeim stofustáss.

Rebekka Ashley Egilsdóttir

Vöruhönnuður

Rebekka kom með sérstaka endurvinnslutunnu til okkar hjá Origo, sem var einungis hugsuð fyrir rafmagnssnúrur. Við söfnuðum snúrum í hana og þegar tunnan var orðin full, kom Rebekka og sótti tunnuna.

Endurvinnslustöðin hjá Origo þar sem endurvinnslutunnan frá Rebekku fékk að standa.Endurvinnslustöðin hjá Origo þar sem endurvinnslutunnan frá Rebekku fékk að standa.

Snúrurnar enduðu upp á sviði hjá Iceland Innovation Week

Rebekka nýtti snúrurnar frá Origo til dæmis í ofinn stól sem endaði upp á sviði á Iceland Innovation Week núna í ár en einnig var stóllinn til sýnis á samsýningu Rebekku og listakonunnar Ýrúrarí.

Stóllinn sem Rebekka óf úr snúrum frá OrigoStóllinn sem Rebekka óf úr snúrum frá Origo
Stólarnir upp á sviði á Iceland Innovation Week 2024. ljósmynd: Caroline VabritStólarnir upp á sviði á Iceland Innovation Week 2024. ljósmynd: Caroline Vabrit

Hafnar.haus: Heimili hugmynda

Rebekka hefur verið að nýta sér vinnuaðstöðu hjá Hafnar.haus, sem samanstendur af 3000fm2 rými sem yfir 200 manns frá öllum sköpunarsviðum nota daglega sem vinnurýmið sitt. Hafnar.haus er staður fyrir fólk sem er með fullt af hugmyndum. Origo hefur frá stofnun verið einn af helstu styrktaraðilum Hafnar.haus og séð fyrir þeim búnaði og þjónustu sem meðlimirnir þurfa til að koma hugmyndunum sínum í framkvæmd. Það mætti í raun líkja Hafnar.haus við heimili hugmynda þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín.

Við hjá Origo finnum mikla ánægju í því að taka þátt í nýsköpunarverkefnum þar sem sjálfbærni og nýsköpun renna saman. Það er ótrúlega skemmtilegt að sjá hvernig óhefðbundinn efniviður getur fengið nýtt líf og orðið að einstökum listaverkum. Við erum stolt af því að styðja við þetta verkefni hjá Rebekku og hlökkum til að sjá meira frá henni.   

Samsýning Rebekku og Ýrúrarí. Ljósmynd: Hjördís JónsdóttirSamsýning Rebekku og Ýrúrarí. Ljósmynd: Hjördís Jónsdóttir

Deila frétt