11/02/2025

Skyggnir kaupir Moodup og styrkir Origo í mannauðstækni

Skyggnir, eignarhaldsfélag í upplýsingatækni, hefur keypt allt hlutafé íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Moodup, sem þróar lausnir á sviði starfsánægjumælinga.

Ari Daníelsson, Halla Árnadóttir og Davíð Tómasson

Með fjárfestingunni fær Moodup aukinn slagkraft til vaxtar á sama tíma og Moodup og Origo munu efla samstarf sitt og bjóða upp á öflugar og heildstæðar mannauðslausnir.
Moodup hjálpar vinnustöðum að auka starfsánægju með mismunandi tegundum mannauðsmælinga, púlsmælingum, sérsniðnum könnunum og stjórnendamötum. Fyrirtækið hefur vaxið hratt á skömmum tíma og í dag nota margir af stærstu vinnustöðum landsins Moodup til að fylgjast með og auka ánægju starfsfólks.

Snjallar lausnir fyrir framtíð mannauðsstjórnunar

Moodup býr yfir áhugaverðum vaxtartækifærum sem við erum spennt að styðja við í formi þekkingar á uppbyggingu hugbúnaðarfyrirtækja og mannauðslausna. Mannauðsmál eru mikilvægustu viðfangsefni stjórnenda og með nánara samstarfi Origo og Moodup getum við hjálpað viðskiptavinum okkar að ná forskoti með betri verkfærum og ánægðara starfsfólki.

Ari Daníelsson

forstjóri Origo

Kaupin opna fyrir ný tækifæri til að auka samþættingu Moodup við leiðandi lausnir Origo í mannauðstækni. Origo þróar meðal annars Kjarna mannauðs- og launakerfi, sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um öll mannauðsmálin sín á einum stað, og Rúnu launavakt, sem eykur gagnsæi og samræmi í launamálum. Með þéttara samstarfi munu Moodup og Origo geta boðið viðskiptavinum heildstæðari og öflugri lausnir sem ná til allra þátta mannauðsstjórnunar, allt frá ráðningum og frammistöðustjórnun til launa- og upplýsingakerfa.

Samstarf framsækinna tæknifyrirtækja

Við erum gríðarlega spennt að hefja nýja vegferð samhliða Origo og Kjarna. Við munum nýta aukinn slagkraft til að bæta enn frekar upplifun stjórnenda og starfsfólks ásamt því halda áfram þróun á nýrri virkni og sókn á nýja markaði. Þar er margt spennandi í vændum sem ég hlakka til að deila með okkar vinnustöðum.

Davíð Tómas Tómasson

framkvæmdastjóri Moodup

Með þessum kaupum verður Moodup hluti af öflugu vistkerfi Skyggnis, sem sameinar framsækin tæknifyrirtæki til að efla íslenskt atvinnulíf.

Fulltrúar Moodup, Origo og Skyggnis við undirritun samnings.Fulltrúar Moodup, Origo og Skyggnis við undirritun samnings.

Það mun styrkja Moodup að starfa með jafn framsæknu og reynslumiklu fólki og Skyggnir og Origo hafa á að skipa. Við höfum átt farsælt samstarf við Origo frá stofnun Moodup, hvort sem það snýr að viðskiptum, samþættingu á milli Moodup og Kjarna, sölu- eða fræðslusamstarfi. Þetta verður frábært nýtt heimili og náttúrulegt næsta skref í vaxtarsögu félagsins

Björn Brynjúlfur Björnsson

stjórnarformaður og stofnandi Moodup

Viltu vita meira um Kjarna?

Öflugt mannauðs- og launakerfi sem sér um allt frá ráðningu til starfsloka.

Skjáskot úr Kjarna mannauðs- og launalausn

Deila frétt