20/01/2021

Valinn öryggisérfræðingur Cloudflare í Evrópu

Guðlaugur Eyþórsson, sem starfar í skýja- og öryggislausnum Origo, hefur verið valinn öryggisérfræðingur Cloudflare í Evrópu (Cloudflare Partner SE Champion) af fyrirtækinu. Cloudflare er leiðandi á sviði varna gegn DDoS-árásum í heiminum.

 ,,Cloudflare Partner SE Champion eru sérfræðingaverðlaun sem veitt eru samstarfsaðilum Cloudflare. Að fá slík verðlaun er mikill heiður og ég er stoltur af því að hafa hlotið þau," segir Guðlaugur sem er með allar þær vottanir sem standa til boða frá Cloudflare.

 „Cloudflare bjóða lausnir sem hjálpa til við að auka hraða, stöðuleika og öryggi vefsvæða þó að þeir séu frægastir fyrir DDOS varnir sínar," segir Guðlaugur og bætir við að Origo sé eini samstarfsaðili Cloudflare á Íslandi.

 Hann segir að með lausnaframboði Cloudflare geti Origo boðið viðskiptavinum sínum aukna þjónustu í öryggislausnum. Það veiti ekki af því 151% aukning hafi orðið í DDoS-árásum á fyrstu sex mánuði ársins 2020. DDoS-árásir (e. distributed denial of service attack) fela í sér að gríðarmikilli umferð er beint á vefsíðu fórnarlamba þannig að hún verður óaðgengileg með tilheyrandi kostnaði og rekstrartruflunum.

 ,,Hjá Origo starfar orðinn afar öflugur sérfræðingahópur í öryggislausnum. Við finnum fyrir miklum áhuga og ljóst að Origo er að verða leiðandi aðili í öryggislausnum á Íslandi.“

Deila frétt