Aviaxis

AVIAXIS

Þeir sem eru í fluginu vita að það er ekki alveg eins og hver önnur atvinnugrein. Að reka fyrirtæki á vængjum er magnað en felur líka í sér mikla ábyrgð. Þú sem smærri flugrekstraraðili verður að fylgja sömu reglum og þeir stóru til að tryggja öryggi í háloftunum. Það kallar á að öll gæðamál séu upp á tíu og vinnubrögð eins nákvæm og kostur er. Þetta getur Aviaxis tryggt þér.

Brand myndefni
Aviaxis

Engin röskun á flugi

Aviaxis er sérsmíðað gæðastjórnunarkerfi fyrir smærri flugrekstraraðila. Flugskólar, lítil flugfélög og aðrir smærri aðilar þurfa að ábyrgjast að þeir uppfylli alla nauðsynlega staðla og kröfur til að standast úttektir – en viðamikil kerfi sniðin að stórum flugfélögum eru dýr og henta oft illa. Þessi vinna er því gjarnan unnin handvirkt. Gallinn við það er ekki bara aukinn tími og fyrirhöfn heldur margfaldast líka líkurnar á því að villur slæðist inn þegar unnið er með skjöl úr ýmsum áttum og gögn slegin inn handvirkt. Minni aðilar eru óðum að átta sig á því að það margborgar sig að hafa þetta ferli í öruggum farvegi, því fari eitthvað úrskeiðis getur jafnvel flugrekstrarleyfið verið í húfi.

Þróað að frumkvæði flugmanna

Gæðastjórnun er eitthvað sem við hjá Origo þekkjum út og inn. Aviaxis er byggt á grunni CCQ, gæðastjórnunarkerfis í fremstu röð. Frumkvæðið að því að þróa sérhæfða lausn fyrir flugbransann kom frá aðilum með langa reynslu af greininni og þekkingu á sértækum þörfum hennar. Þeir unnu í nánu samstarfi við hugbúnaðarsérfræðinga okkar að því að þróa traust kerfi sem tryggir þinn rekstur.

Greið leið áfram

Með Aviaxis eru öll skjöl tengd úttektum örugg á einum stað. Það sparar bæði tíma og minnkar líkur á villum. Kerfið heldur utan um söguna fyrir þig, skrásetur allt með öruggum hætti og sýnir þér í sviphendingu hvenær og hvernig hlutirnir hafa verið framkvæmdir áður. Margir notendur eru í fyrsta skipti að byrja að nota úttektarkerfi. Þess vegna höfum við hannað kerfið þannig að það leiði þig áfram í aðgengilegu viðmóti. Við viljum að notandinn sé sjálfbjarga, komist auðveldlega af stað og fljúgi á endanum í gegnum hverja einustu úttekt.