Justly Pay

Justly Pay - einföld leið að jafnlaunavottun

Hugbúnaður sem hjálpar þér með skjalfestingu á jafnlaunakerfi til jafnlaunavottunar. Þróað af sérfræðingum CCQ sem búa yfir margra ára reynslu af þróun og rekstri gæðastjórnunarkerfa, sem eru undirstaða þess að fá og viðhalda vottun.

Justly Pay
Justly Pay

Réttlátara samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu. Jafnlaunastaðallinn hefur reynst öflugt verkfæri í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. En áður en vottunin er í hendi þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmis skilyrði. Þetta er alveg ný áskorun fyrir mörg smærri og meðalstór fyrirtæki. Að leiða vinnustaðinn í gegnum vottunarferlið kemur í hlut mannauðsstjóra, sem hefur ekki endilega reynslu af slíkum verkefnum, og að vinna allt frá grunni er bæði flókið og tímafrekt.

Við segjum kannski ekki að tæknin geti leyst öll vandamál. En til að ná þessum mikilvæga áfanga erum við einmitt með lausnina.

Við köllum hana Justly Pay.

Betra samfélag með tækninni

Leiðarljós og einkunnarorð Origo eru: Betra samfélag með tækninni. Og samfélag án mismununar er ekki bara sanngjarnara heldur nýtir það líka hæfileika okkar allra betur. Sá trausti grunnur sem Justly Pay byggir á er gæðastjórnunarkerfið CCQ. CCQ er leiðandi kerfi byggt á áralangri reynslu og sérfræðiþekkingu – þekkingu sem segir okkur líka að verkfærakista gæðastjórnunar geymir einmitt réttu tólin til að uppræta launamun kynjanna.

Skref fyrir skref

Fagrar fyrirætlanir eru eitt, en til að ná settum markmiðum þarf raunhæfa framkvæmdaáætlun, eftirfylgni og skipuleg viðbrögð við frávikum. Þetta er einmitt gæðastjórnun í hnotskurn. Justly Pay heldur utan um vegferðina til jafnlaunavottunar frá upphafi til enda. Í stað þess að smíða allt frá grunni býður kerfið þér að nýta og aðlaga skjöl sem þegar eru til staðar inni í rekstrinum og spara þannig tíma og fyrirhöfn.

Við hjálpum þeim sem vilja hjálpa sér sjálf

Við vildum gera ferlið sem einfaldast, ódýrast og þægilegast fyrir fyrirtæki. Allir eiga að geta áunnið sér jafnlaunavottun án þess að þurfa að fjárfesta í ráðgjöf utanaðkomandi sérfræðinga. Justly Pay er þess vegna leiðsagnarkerfi eða „wizard“. Kerfið leiðir þig áfram skref fyrir skref, á traustum stoðum gæðastjórnunarferla – inn í bjartari framtíð og betra fyrirtæki.

Justly Pay á samfélagsmiðlum