Þinn samstarfsaðili í skýjavegferð

Það þarf ekki að vera flókið að taka skrefið út úr gamla tæknistakkinum og hefja skýjavegferð - með rétta samstarfsaðilann þér við hlið. Til að teikna upp skýjavegferðina og innleiða það skýjaumhverfi sem hentar þínu fyrirtæki best beitum við fimm skrefa aðferðafræði þar sem okkar fremstu skýjasérfræðingar vinna náið með teyminu þínu allt frá greiningu og mótun að raunverulegri nýtingu skýjalausna.

AWS
Microsoft Azure
Brand myndefni

5 skref að stafrænni þróun

Skýjavegferðin

Þrátt fyrir margvíslega kosti skýjalausna krefst góð nýting þeirra sérþekkingar. Skýjateymið okkar vinnur samkvæmt ákveðinni aðferðafræði þegar kemur að innleiðingu skýjalausna.

1. Þarfagreining

Skýjavegferð hefst á samtali þar sem markmiðið er að skilja þarfir ykkar, áherslur og væntingar - sem auðveldar forgreiningu á núverandi stöðu. Í framhaldinu höldum við vinnustofa með teyminu sem er skipulögð út frá þeirri forgreiningu sem hefur átt sér stað.

Fundur

2. Teiknað í skýin

Að vinnustofu lokinni teikna skýjaráðgjafar okkar upp skýjavegferð teymisins út frá niðurstöðum, greiningu og frekari gagnaöflun ef þess þarf. Skýjaráðgjafar Origo leggja fram tillögur í skýjaskýrslu sem leggur til högun skýjalausna, vegferð þeirra og áætlun innleiðingar.

Fundur

3. Tæknileg innleiðing

Þegar tillögur hafa verið rýndar af teyminu ykkar og samþykktar byrjum við á því að setja upp lausnirnar og virkja þær tæknilega. Í flestum tilfellum er byrjað að vinna í þróunarumhverfi (e. sandbox) til að ná fram þeirri virkni og hegðun sem sóst er eftir. Þegar ykkar teymi hefur sannreynt virkni skýjalausnar er hún flutt í rekstrarumhverfi á öruggan og aðgengilegan máta.

Fundur

4. Þekkingar innleiðing

Það er ekki nóg að virkja lausnirnar, það þarf einnig þekkingu innanhúss til að reka þær á hagkvæman máta og nýta þær sem best. Skýjaráðgjafar okkar hanna fræðslu- og stuðningsefni út frá þörfum hvers teymis og við sendum við ykkur leiðbeinendur til að komast vel á veg.

Hönnunarsprettur

5. Eftirfylgni

Þegar lausnirnar hafa verið innleiddar og þær komnar í notkun framkvæmum við stöðumat í samstarfi við teymið ykkar og metum hvort sé þörf á frekari breytingum til lengri tíma. Skýjalausnir hafa oft þann eiginleika að þær geta auðveldlega talað saman og því auðvelt að bæta sértækari lausn við tæknistakkinn ykkar. Skýjaráðgjafar okkar geta í framhaldi aðstoðað ykkur við að fylgjast með nýjum lausnum í skýjaheiminum og bera þær saman við ykkar tæknistakk. Skýin eru stöðugt að stækka, þróast og sífellt bætast við lausnir sem efla rekstur fyrirtækja.

Fundur

Skýjalausnir

Við erum sérfræðingar í skýjalausnum

Þú getur treyst á sérfræðiþekkingu okkar (DevOps) þegar kemur að þróun, innleiðingu og rekstri öruggra skýjalausna. Við sérsníðum skýjalausnir okkar að þínum þörfum - hvort sem þær eru settar upp og reknar í einkaskýi eða almennum skýjum eins og Azure og Amazon Web Services (AWS).

myndskreyting
Microsoft Azure
AWS

Fréttir og blogg

Stuttar greinar um skýjalausnir

Tveir menn að spjalla saman

Skýjaráðgjöf

Fá skýjaráðgjöf