5 skref að stafrænni þróun
Skýjavegferðin
Þrátt fyrir margvíslega kosti skýjalausna krefst góð nýting þeirra sérþekkingar. Skýjateymið okkar vinnur samkvæmt ákveðinni aðferðafræði þegar kemur að innleiðingu skýjalausna.
1. Þarfagreining
Skýjavegferð hefst á samtali þar sem markmiðið er að skilja þarfir ykkar, áherslur og væntingar - sem auðveldar forgreiningu á núverandi stöðu. Í framhaldinu höldum við vinnustofa með teyminu sem er skipulögð út frá þeirri forgreiningu sem hefur átt sér stað.

2. Teiknað í skýin
Að vinnustofu lokinni teikna skýjaráðgjafar okkar upp skýjavegferð teymisins út frá niðurstöðum, greiningu og frekari gagnaöflun ef þess þarf. Skýjaráðgjafar Origo leggja fram tillögur í skýjaskýrslu sem leggur til högun skýjalausna, vegferð þeirra og áætlun innleiðingar.

3. Tæknileg innleiðing
Þegar tillögur hafa verið rýndar af teyminu ykkar og samþykktar byrjum við á því að setja upp lausnirnar og virkja þær tæknilega. Í flestum tilfellum er byrjað að vinna í þróunarumhverfi (e. sandbox) til að ná fram þeirri virkni og hegðun sem sóst er eftir. Þegar ykkar teymi hefur sannreynt virkni skýjalausnar er hún flutt í rekstrarumhverfi á öruggan og aðgengilegan máta.

4. Þekkingar innleiðing
Það er ekki nóg að virkja lausnirnar, það þarf einnig þekkingu innanhúss til að reka þær á hagkvæman máta og nýta þær sem best. Skýjaráðgjafar okkar hanna fræðslu- og stuðningsefni út frá þörfum hvers teymis og við sendum við ykkur leiðbeinendur til að komast vel á veg.

5. Eftirfylgni
Þegar lausnirnar hafa verið innleiddar og þær komnar í notkun framkvæmum við stöðumat í samstarfi við teymið ykkar og metum hvort sé þörf á frekari breytingum til lengri tíma. Skýjalausnir hafa oft þann eiginleika að þær geta auðveldlega talað saman og því auðvelt að bæta sértækari lausn við tæknistakkinn ykkar. Skýjaráðgjafar okkar geta í framhaldi aðstoðað ykkur við að fylgjast með nýjum lausnum í skýjaheiminum og bera þær saman við ykkar tæknistakk. Skýin eru stöðugt að stækka, þróast og sífellt bætast við lausnir sem efla rekstur fyrirtækja.

Skýjalausnir
Við erum sérfræðingar í skýjalausnum
Þú getur treyst á sérfræðiþekkingu okkar (DevOps) þegar kemur að þróun, innleiðingu og rekstri öruggra skýjalausna. Við sérsníðum skýjalausnir okkar að þínum þörfum - hvort sem þær eru settar upp og reknar í einkaskýi eða almennum skýjum eins og Azure og Amazon Web Services (AWS).


Fréttir og blogg
Stuttar greinar um skýjalausnir
