1. Almenn ráðgjöf og þjónusta
2. Léttský
3. Avaya símkerfi
4. Samtenging við veitu Office 365
5. Ráðgjafaþjónusta vegna gagnagrunna
6. Endpoint management
7. Notendaþjónusta og tækjarekstur
8. Vefhýsing
9. SAP S/4HANA hýsing
10. Afritun
11. Gagnaský
12. Gagnagrunns hýsing
13. Gagnageymslur
14. Rekstur Microsoft 365 umhverfis
15. Rekstur gagnagrunna
16. Tölvuský
17. Kjarni
18. CCQ
19. Vigor
20. Rent a Prent (RAP)
21. Hýsing á búnaði
22. Dynamics 365 - Business Central
23. Miðjan afhendingarkerfi
24. SpendSenze
25. Tollvís
26. Rúna Launavakt
Vinnslulýsingar
Hér að neðan má finna lista yfir þær vinnslur persónuupplýsinga sem Origo ehf kann að hafa með höndum í tengslum við hverja og eina þjónustu sem Origo ehf kann að veita viðskiptavinum.
Athuga skal að hér er um að ræða lýsingu á öllum helstu þjónustum Origo ehf („vinnsluaðila“) og því eiga ekki allar lýsingar við um hvern viðskiptavin („ábyrgðaraðila“), heldur aðeins lýsingar á þeim þjónustum sem ábyrgðaraðili kaupir af vinnsluaðila hverju sinni.
Eðli og tilgangur vinnslu ræðst af þjónustulýsingu í þjónustusamningi/um sem aðilar hafa gert sín á milli. Oftast er ýmist um að ræða vinnslu sem felst í hýsingu vinnsluaðila á persónuupplýsingum ábyrgðaraðila og/eða mögulegum aðgangi vinnsluaðila að persónuupplýsingum ábyrgðaraðila í tengslum við þá tæknilegu aðstoð sem vinnsluaðili veitir ábyrgðaraðila.
Fyrir hverja vinnslulýsingu hér að neðan má finna upplýsingar um flokka persónuupplýsinga, flokka skráðra einstaklinga, undirvinnsluaðila og upplýsingar um hvort miðlun persónuupplýsinga utan EES eigi sér stað, í tengslum við hverja og eina þjónustu vinnsluaðila.
1. Almenn ráðgjöf og þjónusta
1.1. Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf veitir fagþjónustu á sviði upplýsingatækni við ráðgjöf, kerfishönnun, forritagerð, uppsetningarvinnu á búnaði, uppsetningu eða breytingar á hugbúnaði, viðhald búnaðar og annað sem tilgreint er í samningi við þjónustukaupa. Þjónustan kann að vera í stöðluðu formi eða aðlöguð að aðstæðum hverju sinni.
Til þess að geta veitt þjónustuna kann Origo ehf að þurfa aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum þjónustukaupa.
1.2. Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Þær persónuupplýsingar sem Origo ehf kann að fá aðgang að geta verið ólíkar eftir eðli starfsemi þjónustukaupa og þeirrar þjónustu sem Origo ehf veitir þjónustukaupa hverju sinni. Origo ehf er óheimilt að vinna með persónuupplýsingar án fyrirmæla þjónustukaupa.
1.3. Undirvinnsluaðilar
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
1.4. Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun utan EES á sér stað.
2. Léttský
2.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) sér um umsýslu á tölvum og snjalltækjum þjónustukaupa (ábyrgðaraðila) og notendaumsjá þeirra ásamt því að reka Microsoft 365 umhverfi ábyrgðaraðila. Sé þess óskað, getur vinnsluaðili tekið yfir tölvubúnað notenda í tengslum við: uppsetningu búnaðar, aðstoð eða lausn vandamála hjá notendum tækja í umsjá.
2.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Vinnsla persónuupplýsinga nær yfir rekstrarumhverfi Microrsoft 365 og persónuupplýsingar á tækjum og heimasvæði notenda í skýinu:
Notendur ábyrgðaraðila:
Nafn og notendanafn
Símanúmer
Netfang
IP tölur
Við yfirtöku tækja notenda vegna aðstoðar:
Allar persónuupplýsingar á tæki notanda
Vegna afritunar heimasvæðis og umsjár Microsoft 365
Getur innihaldið upplýsingar um alla flokka skráðra einstaklinga og persónuupplýsinga sem vistaðar eru á heimasvæði ábyrgðaraðila.
2.3 Undirvinnsluaðilar
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
2.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
3. Avaya símkerfi
3.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) veitir þjónustukaupa (ábyrgðaraðila) símkerfalausn ásamt því að hýsa og/eða reka kerfið fyrir hönd ábyrgðaraðila.
3.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Persónuupplýsingar sem vistaðar eru í kerfinu eru eftirfarandi:
Nafn þess sem hringir
Valið númer
Símanúmer sem hringir inn
Lengd símtals og tími
Afrit af samtali aðila símtals í upptökukerfi
3.3 Undirvinnsluaðilar
Engir undirvinnsluaðilar
3.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
4. Samtenging við veitu Office 365
4.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) tengir notendur þjónustukaupa (ábyrgðaraðila) svo þeir geti auðkennt sig og notað þær þjónustur sem þjónustukaupi óskar. Vinnsluaðili hýsir kerfið og hefur aðgang að að því í tengslum við þjónustu og tæknilega aðstoð.
4.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Notendur ábyrgðaraðila:
- Notendanöfn
- Netföng
4.3 Undirvinnsluaðilar
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
4.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
5. Ráðgjafaþjónusta vegna gagnagrunna
5.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) gerir úttekt á gagnagrunnum þjónustukaupa (ábyrgðaraðila) og hefur í því skyni tímabundinn aðgang að gagnagrunnum ábyrgðaraðila.
5.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Upplýsingar á gagnagrunnum ábyrgðaraðila geta varðað alla flokka skráðra einstaklinga og persónuupplýsinga sem ábyrgðaraðili velur að vista á sínum gagnagrunnum.
5.3 Undirvinnsluaðilar
Engir undirvinnsluaðilar
5.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
6. Endpoint management
6.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) tengir tæki þjónustukaupa (ábyrgðaraðila) við miðlæga hugbúnaðarlausn þjónustusala til að hafa eftirlit með þeim og framkvæma nauðsynlegar uppfærslur á hugbúnaði til að tryggja öryggi. Vinnsluaðili hýsir hugbúnaðarlausnina og hefur aðgang að því og upplýsingar á tækjum notenda í tengslum við þjónustu og tæknilega aðstoð.
6.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Vinnsla Origo ehf nær yfir rekstrarumhverfi umsýslutóls og persónuupplýsingar á tölvum og snjalltækjum:
Notendur ábyrgðaraðila:
Nafn og notendanafn
Netfang
IP tölur
Við yfirtöku tækja notenda vegna aðstoðar:
Allar persónuupplýsingar á tæki notanda
6.3 Undirvinnsluaðilar
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
6.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
7. Notendaþjónusta og tækjarekstur
7.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) sér um umsýslu á tölvum og snjalltækjum þjónustukaupa (ábyrgðaraðila) og notendaumsjá þeirra. Sé þess óskað, getur vinnsluaðili tekið yfir tölvubúnað notenda í tengslum við: uppsetningu búnaðar, aðstoð eða lausn vandamála hjá notendum tækja í umsjá.
7.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Vinnsla persónuupplýsinga nær yfir persónuupplýsingar á tækjum og heimasvæði notenda:
Notendur ábyrgðaraðila:
Nafn og notendanafn
Símanúmer
Netfang
IP tölur
Við yfirtöku tækja notenda vegna aðstoðar:
Allar persónuupplýsingar á tæki notanda
7.3 Undirvinnsluaðilar
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
7.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
8. Vefhýsing
8.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) hýsir vef þjónustukaupa (ábyrgðaraðila).
8.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Allar persónuupplýsingar sem ábyrgðaraðili kann að setja sjálfur inn á sitt vefsvæði.
8.3 Undirvinnsluaðilar
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
8.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
9. SAP S/4HANA hýsing
9.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) leggur til og hýsir netkerfi, netþjóna, diskakerfi og stýrikerfi þjónustukaupa (ábyrgðaraðila) fyrir hýsingu á HANA sýndarvélum. Hýsing kerfa felur í sér daglegt viðhald og rekstur innviða í gagnaveri vinnsluaðila.
9.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Allar upplýsingar sem ábyrgðaraðili vistar á sýndarvélum sínum.
9.3 Undirvinnsluaðilar
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
9.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
10. Afritun
10.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) veitir þjónustukaupa (ábyrgðaraðila) þjónustu í formi afritunar og geymslu á gögnum. Gögn eru hýst í gagnaveri á Íslandi í ISO 27001 vottuðum gagnaverum.
10.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Persónuupplýsingar ábyrgðaraðila sem afritaðar eru geta varðað alla flokka skráðra einstaklinga og persónuupplýsinga sem ábyrgðaraðili velur að afritaðar séu.
10.3 Undirvinnsluaðilar
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
10.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
11. Gagnaský
11.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) veitir þjónustukaupa (ábyrgðaraðila) þjónustu í formi langtíma gagnageymslu sem aðgengileg eru ábyrgðaraðila í gegnum nettengingu. Gögn eru vistuð í tveimur samhljóða eintökum í tveimur aðskildum gagnaverum á Íslandi
11.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Allir flokkar skráðra einstaklinga og persónuupplýsinga sem ábyrgðaraðili velur að vista í þeirri gagnageymslu sem hann hefur aðgang að.
11.3 Undirvinnsluaðilar
IBM Danmark ApS, Proevensvej 1 Broendby, 2605 Danmörk
þjónusta við hug- og vélbúnað ásamt aðstoð vegna tæknilegra vandamála.
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105 Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
11.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
12. Gagnagrunns hýsing
12.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) hýsir gagnagrunna þjónustukaupa (ábyrgðaraðila) ásamt þeim gögnum sem þar eru vistuð. Gagnagrunnurinn er aðgengilegur ábyrgðaraðila í gegnum nettengingu.
12.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Persónuupplýsingar geta varðað alla flokka einstaklinga og persónuupplýsinga sem ábyrgðaraðili velur að vista í umhverfinu.
12.3 Undirvinnsluaðilar
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
12.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
13. Gagnageymslur
13.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) veitir þjónustukaupa (ábyrgðaraðila) þjónustu í formi gagnageymslu sem aðgengileg eru ábyrgðaraðila í gegnum nettengingu eða sýndarvél.
13.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Persónuupplýsingar í gagnageymslu vinnsluaðila geta varðað alla flokka skráðra einstaklinga og persónuupplýsinga sem ábyrgðaraðili velur að vista í þeirri gagnageymslu sem hann hefur aðgang að.
13.3 Undirvinnsluaðilar
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
13.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
14. Rekstur Microsoft 365 umhverfis
14.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) sér um rekstur áþjónustum innanMicrosoft 365 umhverfisþjónustukaupa (ábyrgðaraðila) og/eða selur ábyrgðaraðila Microsoft leyfi og hefur í því skyni aðgang að Microsoft 365umhverfi ábyrgðaraðila.
14.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Allar persónuupplýsingar semábyrgaraðilivistar í Microsoft 365 umhverfi sínu.
14.3 Undirvinnsluaðilar
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
• Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
• Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
14.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað.
15. Rekstur gagnagrunna
15.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (Vinnsluaðili) sér um rekstur á gagnagrunnum þjónustukaupa (ábyrgðaraðila) og hefur í því skyni aðgang að viðkomandi gagnagrunnum.
15.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Unnið er með upplýsingar á viðkomandi gagnagrunnum ábyrgðaraðila og geta þær varðað alla flokka skráðra einstaklinga og persónuupplýsinga sem ábyrgðaraðili velur að vista á sínum gagnagrunnum.
15.3 Undirvinnsluaðilar
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105 Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
Eingöngu vegna Oracle gagnagrunna: Miracle ehf. kt., 4710032980, Kringlunni 7, 103 Reykjavík.
Tæknileg aðstoð við rekstur Oracle gagnagrunna
15.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
16. Tölvuský
16.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) gefur þjónustukaupa (ábyrgðaraðila) aðgang að tölvuauðlindum sem vinna úr og/eða breyta gögnum fyrir þeirra hönd. Upplýsingum er ekki varanlega haldið eftir heldur eru þær eingöngu geymdar í vinnslu- og skyndiminni þjóna. Varanleg geymsla er í Gagnaskýi.
16.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Gögn ábyrgðaraðila geta varðað einstaklinga og persónuupplýsingar úr öllum flokkum sem ábyrgðaraðili velur að vinna með í þjónustunni.
16.3 Undirvinnsluaðilar
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
16.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
17. Kjarni
17.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) sér um hýsingu á kerfinu auk þess sem vinnsluaðili kann að hafa aðgang að upplýsingum í kerfinu í tengslum við þjónustu og tæknilega aðstoð sem veitt er þjónustukaupa (ábyrgðaraðila).
17.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Unnið er með þær persónuupplýsingar sem ábyrgðaraðili setur inn í kerfið. Þær upplýsingar sem einkum koma til greina eru eftirfarandi upplýsingar, eftir því sem við á:
Starfsmenn ábyrgðaraðila og/eða verktakar ábyrgðaraðila:
Samskiptaupplýsingar
Afrit af ráðningarsamningi/verktakasamningi
Ferilskrá
Upplýsingar um menntun og námskeið
Launaupplýsingar/afrit af reikningum
Afrit af veikindavottorðum
Tilkynningar um vinnuslys
O.s.frv.
Umsækjendur um störf hjá ábyrgðaraðila:
Umsóknargögn, s.s. afrit af ferilskrá, upplýsingar um starfsferil og menntun
Upplýsingar sem umsækjendur láta af hendi til ábyrgðaraðila
Nánustu aðstandendur starfsmanna og eða meðmælendur:
Tengiliðaupplýsingar, þ.e. nafn, netfang og/eða símanúmer
17.3 Undirvinnsluaðilar
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
17.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
18. CCQ
18.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) sér um hýsingu á kerfinu. Þá hefur vinnsluaðili eftir atvikum aðgang að upplýsingum í kerfinu í tengslum við þjónustu og tæknilega aðstoð sem veitt er þjónustukaupa (ábyrgðaraðila).
18.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Unnið er með þær persónuupplýsingar sem ábyrgðaraðili setur inn í kerfið. Þær upplýsingar og flokkar skráðra einstaklinga sem einkum koma til greina eru eftirfarandi, eftir því hvaða einingar og virkni CCQ gæðastjórnunarkerfis/Justly Pay eru notaðar:
Í tengslum við allar einingar CCQ gæðastjórnunarkerfisins/Justly Pay:
Nafn og notendanafn notenda kerfisins
Netfang notenda kerfisins
Heimildir notenda og aðgangsstýringar
Næsti yfirmaður og vinnuveitandi notenda kerfisins
Stillingar sem hver notandi hefur valið
Í tengslum við hæfnistjórnun í CCQ gæðastjórnunarkerfinu:
Ferilskrá starfsfólks/verktaka
Menntun starfsfólks/verktaka
Þjálfun og námskeið starfsfólks/verktaka
Réttindi starfsfólks/verktaka
Í tengslum við úttekt í CCQ gæðastjórnunarkerfinu:
Frávikaskráning
Í tengslum við eignaskrá í CCQ gæðastjórnunarkerfinu:
Upplýsingar um samninga ábyrgðaraðila
Upplýsingar um búnað og aðrar eignir, eftir atvikum niður á einstaklinga
Í tengslum við ábendingareiningu CCQ gæðastjórnunarkerfisins:
Samskiptaupplýsingar þess sem sendir inn ábendingu, eftir því sem við á
Efni ábendinga, s.s. slysaskráningar, næstum því frávik, atvik o.s.frv. Tekið skal fram að í ábendingum kunna að koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar, eftir því í hvaða tilgangi ábyrgðaraðila nýtir eininguna.
Í tengslum við Justly Pay:
Efni jafnlaunaábendinga
Efni úttekta og/eða frávikaskráninga Auk ofangreindra upplýsinga safnar kerfið upplýsingum um aðgerðarskráningar notenda kerfisins.
18.3 Undirvinnsluaðilar
IBM Prøvensvej 1, Danmörk-2605 Brøndby
Hýsing á CCQ gæðastjórnunarkerfinu og Justly Pay.
Hýsingin á sér stað í Þýskalandi (Frankfurt) og Bretlandi (London).
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 10 Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
18.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Vinsamlegast athugið að Bretland er flokkað sem ríki utan EES með fullnægjandi öryggisvarnir og engra aukalegra aðgerða því þörf. Athugið að Bretland er öruggt ríki og flutningur þangað því heimilaður án frekari ráðstafana.
19. Vigor
19.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo (vinnsluaðili) sér um rekstur á kerfinu fyrir hönd ábyrgðaraðila auk þess sem vinnsluaðili hefur aðgang að upplýsingum í kerfinu í tengslum við þjónustu og tæknilega aðstoð og ráðgjöf sem veitt er þjónustukaupa (ábyrgðaraðila).
Kerfið er hýst og vaktað í ISO 27001 vottuðu umhverfi Origo.
19.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Unnið er með þær persónuupplýsingar sem ábyrgðaraðili setur inn í kerfið. Þær upplýsingar sem einkum koma til greina eru eftirfarandi upplýsingar, eftir því sem við á:
Starfsmenn ábyrgðaraðila og/eða verktakar ábyrgðaraðila:
Netföng, notendanöfn, kennitölur og símanúmer
Viðskiptavinir og birgjar ábrygðaraðila:
Nafn
Heimilifang
Kennitala
Símanúmer
Netföng
Fjárhagsupplýsingar einstaklinga
Upplýsingar um vöru- og þjónustuviðskipti
19.3 Undirvinnsluaðilar
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
Unimaze ehf. kt. 550403-3150, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Sér um miðlun rafrænna skeyta.
19.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
20. Rent a Prent (RAP)
20.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) og Ofar ehf veitir þjónustukaupa (ábyrgðaraðila) prentþjónustu. Til að geta sett upp og rekið þá þjónustu fyrir hönd ábyrgðaraðila hefur vinnsluaðili aðgang að hugbúnaði prentþjónustu og rekstrarumhverfi prentþjóna.
20.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Þær upplýsingar og flokkar skráðra einstaklinga sem unnið er með eru þær sem er að finna á prentþjónum og í tengdum hugbúnaði.
RAP notendur ábyrgðaraðila:
Nafn
Símanúmer
Notendanafn
Lykilorð við stofnun aðganga
Netföng
Titill, deild, staða
Kennitala
Heimilisföng
Prentsaga notenda
Gögn sem geta varðað hvaða flokk einstaklings sem er:
Við skýrsluúttekt um prentsögu notenda er lítill hluti þess texta sem finna má i skjölum sýnilegur sem getur innihaldið persónuupplýsingar úr öllum flokkum.
20.3 Undirvinnsluaðilar
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
20.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
21. Hýsing á búnaði
21.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) hýsir búnað þjónustukaupa (ábyrgðaraðili) í öruggum kerfisrýmum. Ábyrgðaraðili vistar gögn á hýstum búnaði án aðkomu Origo.
21.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Allir flokkar skráðra einstaklinga og persónuupplýsinga sem þjónustukaupi vistar á hýstum búnaði.
21.3 Undirvinnsluaðilar
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
21.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
22. Dynamics 365 - Business Central
22.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) sér um rekstur á kerfinu fyrir hönd ábyrgðaraðila auk þess sem vinnsluaðili hefur aðgang að upplýsingum í kerfinu í tengslum við þjónustu og tæknilega aðstoð og ráðgjöf sem veitt er þjónustukaupa (ábyrgðaraðila).
Kerfið er hýst í umhverfi Microsoft Azure, en beint samningssamband er milli viðskiptavinar og Microsoft hvað varðar þá vinnslu.
22.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Unnið er með þær persónuupplýsingar sem ábyrgðaraðili setur inn í kerfið. Þær upplýsingar sem einkum koma til greina eru eftirfarandi upplýsingar, eftir því sem við á:
Starfsmenn ábyrgðaraðila og/eða verktakar ábyrgðaraðila:
Netföng og notendanöfn
Viðskiptavinir og birgjar ábyrgðaraðila:
Nafn
Heimilisfang
Kennitala
Fjárhagsupplýsingar einstaklinga
22.3 Undirvinnsluaðilar
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
Unimaze ehf. kt. 550403-3150, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Sér um miðlun rafrænna skeyta og samþykkt reikninga.
22.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
23. Miðjan afhendingarkerfi
23.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf (vinnsluaðili) sér um hýsingu á kerfinu auk þess sem vinnsluaðili kann að hafa aðgang að upplýsingum í kerfinu í tengslum við þjónustu og tæknilega aðstoð sem veitt er þjónustukaupa (ábyrgðaraðila).
23.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Unnið er með þær persónuupplýsingar sem ábyrgðaraðili setur inn í kerfið. Þær upplýsingar sem einkum koma til greina eru eftirfarandi upplýsingar, eftir því sem við á:
Starfsmenn ábyrgðaraðila og/eða verktakar ábyrgðaraðila:
Samskiptaupplýsingar
IP tölur
Upplýsingar um vörur og viðskipti
Viðskiptavinir ábyrgðaraðila (Neytendur/endanotendur og tengiliðir/fulltrúar lögaðila):
Samskiptaupplýsingar, þ.e. upplýsingar um nafn, símanúmer og netfang
Upplýsingar um vörur og viðskipti
Upplýsingar um hvenær viðskiptavini berast áminningar (SMS) um að vara sé í snjallboxi
Upplýsingar um hvenær vara er sett inn í snjallbox og hvenær hún er sótt í snjallbox
Upplýsingar um hámarkstíma vöru í snjallboxi
23.3 Undirvinnsluaðilar
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
24. SpendSenze
24.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf („vinnsluaðili“) hefur þróað tiltekinn hugbúnað og umhverfi sem er aðgengilegt viðskiptavinum („ábyrgðaraðili“) í gegnum skýjaþjónustu, til notkunar við greiningu á innkaupum viðskiptavinar sem byggja á rafrænum reikningum, ytri gögnum, greind við flokkun gagna og tilbúnum skýrslum með skýrslugerðartóli („SpendZens“ eða „lausnin“).
Sú þjónusta sem vinnsluaðila veitir ábyrgðaraðila er nánar skilgreind í áskriftarsamningi aðila eða samþykktu tilboði frá vinnsluaðila. Í því skyni að geta veitt viðskiptavini þjónustuna kann vinnsluaðili að þurfa aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum ábyrgðaraðila.
24.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Í þeim tilgangi að veita þjónustuna kann vinnsluaðili hafa með höndum vinnslu persónuupplýsinga fyrir hönd ábyrgðaraðila sem fram koma á reikningum ábyrgðaraðila. Er einkum um að ræða eftirfarandi vinnslu:
Flokkar persónuupplýsinga:
Samskiptaupplýsingar, s.s. nafn, kennitala, tölvupóstur og símanúmer.
Upplýsingar um kaupsögu.
Afrit af reikningum.
Aðrar upplýsingar sem ábyrgðaraðili mun afhenda vinnsluaðila í tengslum við þá þjónustu sem vinnsluaðili veitir ábyrgðaraðila samkvæmt áskriftarsamningi aðila.
Flokkar skráðra einstaklinga:
Viðskiptavinir ábyrgðaraðila, núverandi og fyrrverandi.
Tengiliðir viðskiptavina ábyrgðaraðila.
Origo er óheimilt að vinna með persónuupplýsingar án fyrirmæla þjónustukaupa.
24.3 Undirvinnsluaðilar
Microsoft Ireland Operations Limited, One Microsoft Place, South County Business Park, Leopardstown. Dublin 18, D18 P521, Ireland.
Kerfið ásamt öllum upplýsingum í því er vistað í Microsoft Azure gagnaveri á Írlandi.
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105 Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
24.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað. Komi til flutnings til Bandaríkjanna, í ljósi þess að móðurfélag Microsoft Ireland Operations Limited hefur staðfestu í Bandaríkjunum, byggist flutningurinn á jafngildisákvörðuninni.
25. Tollvís
25.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf („vinnsluaðili“) hefur þróað tiltekinn hugbúnað og umhverfi sem er aðgengilegt viðskiptavinum („ábyrgðaraðili“) í gegnum skýjaþjónustu til notkunar við gerð á tollskýrslum („Tollvís“ eða „lausnin“).
Sú þjónusta sem vinnsluaðili veitir ábyrgðaraðila er nánar skilgreind í áskriftarsamningi aðila eða samþykktu tilboði frá vinnsluaðila. Í því skyni að geta veitt viðskiptavini þjónustuna þarf vinnsluaðili að vinna með persónuupplýsingar ábyrgðaraðila.
25.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Notendur ábyrgðaraðila:
Nafn
Kennitala
Tölvupóstur
Símanúmer
25.3 Undirvinnsluaðilar
Microsoft Ireland Operations Limited, One Microsoft Place, South County Business Park, Leopardstown. Dublin 18, D18 P521, Ireland.
Kerfið ásamt öllum upplýsingum í því er vistað í Microsoft Azure gagnaveri á Írlandi.
Unimaze ehf. kt. 550403-3150, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Sér um miðlun rafrænna skeyta.
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
25.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað
26. Rúna Launavakt
26.1 Tilgangur og eðli vinnslu
Origo ehf („vinnsluaðili“) hefur þróað tiltekinn hugbúnað og umhverfi sem er aðgengilegt viðskiptavinum („ábyrgðaraðili“) í gegnum skýjaþjónustu, til notkunar við greiningu á markaðslaunum og samanburð við launaupplýsingar eigin fyrirtækis. Launagögnin eru ópersónugreinanleg.
Sú þjónusta sem vinnsluaðili veitir ábyrgðaraðila er nánar skilgreind í áskriftarsamningi aðila eða samþykktu tilboði frá vinnsluaðila. Í því skyni að geta veitt viðskiptavini þjónustuna kann vinnsluaðili að þurfa aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum ábyrgðaraðila.
26.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga
Í þeim tilgangi að veita þjónustuna kann vinnsluaðili hafa með höndum vinnslu persónuupplýsinga fyrir hönd ábyrgðaraðila. Er einkum um að ræða eftirfarandi:
Flokkar skráðra einstaklinga:
Notendur að Rúnu Launavakt – Nafn, netfang og símanúmer
Staða og deild
Origo er óheimilt að vinna með persónuupplýsingar án fyrirmæla þjónustukaupa.
26.3 Undirvinnsluaðilar
Microsoft Ireland Operations Limited, One Microsoft Place, South County Business Park, Leopardstown. Dublin 18, D18 P521, Ireland.
Kerfið ásamt öllum upplýsingum í því er vistað í Microsoft Azure gagnaveri á Írlandi.
Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105 Reykjavík.
Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.
26.4 Miðlun upplýsinga utan EES
Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað. Komi til flutnings til Bandaríkjanna, í ljósi þess að móðurfélag Microsoft Ireland Operations Limited hefur staðfestu í Bandaríkjunum, byggist flutningurinn á jafngildisákvörðuninni.