Jafnréttis- og jafnlaunastefna

Jafnréttis- og jafnlaunastefna þessi er sett á grundvelli laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Stefnan nær til allra starfsmanna Origo og er stjórnendum og starfsfólki gert að fylgja henni til að stuðla að auknu jafnrétti á vinnustaðnum og til að ná því markmiði að vera eftirsóttur vinnustaður fyrir alla, óháð kyni, kynferði, aldri, þjóðerni eða öðrum bakgrunnsþáttum. Markmið stefnunnar er að tryggja stöðugar umbætur, eftirlit og viðbrögð við jafnréttismálum hjá Origo.

Brand myndefni

Neðangreind stefna nær til starfsemi Origo á Íslandi

Jöfn kjör og hlunnindi

Kynbundinn launamunur líðst ekki hjá fyrirtækinu. Það skal greiða þeim sem sinna jafnverðmætum störfum sömu laun og hlunnindi í samræmi við jafnlaunavottun félagsins skv. jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012.

Jafnlaunavottun

Origo hefur hlotið jafnlaunavottun skv. Jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Tryggja skal árlega viðhaldsúttekt og endurnýjun jafnlaunavottunar á þriggja ára fresti.

Sömu tækifæri til starfsþróunar

Starfsfólk skal eiga jafna möguleika til endurmenntunar, símenntunar og þróunar í starfi. Kyn, kynferði eða uppruni skal ekki hafa áhrif á tækifæri til starfsframa og endurmenntunar.

Tækifæri til starfa

Einstaklingar skulu hafa jöfn tækifæri til starfa hjá Origo, óháð kyni. Við hvetjum öll kyn til að sækja um hjá okkur.

Aukin fjölbreytni

Origo hefur sett sér það markmið að auka fjölbreytni í starfsmannahópi félagsins, þar með talið í leiðtogahlutverkum. Áhersla er lögð á að á mismuna aldrei fólki á grundvelli kyns, aldurs, þjóðernis, uppruna, fötlunar, trúarskoðana né annarra bakgrunnsþátta.

Fjölskylduvænn vinnustaður

Origo kappkostar að auðvelda starfsfólki að samræma vinnu og einkalíf með sveigjanlegu starfsumhverfi. Báðir foreldrar, óháð kyni, eru hvattir til að nýta sér rétt sinn til fæðingar- og foreldraorlofs.

Ofbeldi er ekki liðið

Einelti, fordómar, kynferðisleg- og kynbundið áreitni eða annarskonar ofbeldi er ekki liðið. Starfsfólk skal koma fram af virðingu við hvort annað.