Framkvæmdastjórn Origo

Ari Daníelsson

Forstjóri

Ari Daníelsson var stjórnarmaður í Origo frá 2022 og stjórnarformaður frá mars 2023. Hann var áður framkvæmdastjóri og stjórnarmaður hjá Reviva Capital S.A. í Lúxemborg, sem er sérhæft eignastýringarfyrirtæki með starfsemi í sex löndum. Ari hefur gegnt fjölmörgum stjórnarstörfum í fyrirtækjum á fjármálamarkaði og upplýsingatækni á Íslandi og erlendis á undanförnum 20 árum.

Ari Daníelsson er tölvunarfræðingur og með MBA frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa lokið viðbótarnámi í stjórnarháttum alþjóðlegra fyrirtækja (IDP) frá INSEAD í Frakklandi.

Dröfn Guðmundsdóttir

Framkvæmdastjóri mannauðs

Dröfn hóf störf hjá Origo í febrúar 2013 og hefur mikla reynslu á vettvangi mannauðsmála. Hún starfaði áður sem mannauðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu 2012-2013, var fræðslustjóri hjá Arion banka frá 2009-2011 og starfaði sem mannauðsráðgjafi hjá Straumi fjárfestingabanka frá 2007-2009. Áður starfaði hún í mannauðsmálum hjá Reykjavíkurborg.

Dröfn lauk B.A.-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og framhaldsnámi í sálfræði með áherslu á vinnu- og skipulagssálfræði frá Háskólanum í Giessen í Þýskalandi.

Brynjólfur Einar Sigmarsson

Brynjólfur Einar Sigmarsson

Framkvæmdastjóri fjármála

Brynjólfur hóf störf hjá Origo í október 2011 og hefur á þeim tíma sinnt fjölbreyttum störfum innan fjármálasviðs félagsins. Brynjólfur starfaði fyrst sem sérfræðingur í hagdeild áður en að hann tók við starfi innkaupastjóra. Síðustu ár hefur Brynjólfur leitt reikningshald félagins sem forstöðumaður. 

Brynjólfur lauk B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann er einnig með M.Sc gráðu í Fjármálum og stefnumótun frá Copenhagen Business School og M.Sc. gráðu í hagfræði frá Kaupmannarhafnarháskóla. 

Lóa Bára Magnúsdóttir

Framkvæmdastjóri sölu og markaðsmála

Lóa hóf störf hjá Origo í janúar 2022 en hennar sérsvið er markaðsmál, samskipti og nýsköpun. Hún starfaði áður sem markaðs- og samskiptastjóri Heimstaden. Lóa bjó áður í ellefu ár í Noregi þar sem hún stýrði vörumerkjum og vöruþróun á norska dagvörumarkaðnum í fyrirtækjunum Orkla og Cloetta. 

Lóa er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 2007 og með meistaragráðu í Alþjóðamarkaðsfræði frá European Business School í London.  

Örn Þór Alfreðsson

Framkvæmdastjóri orku og innviða

Örn er með víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri i upplýsingatækni. Örn starfaði lengi sem framkvæmdastjóri hjá EJS og síðar hjá Advania þar sem hann var ábyrgur fyrir sölu og samræmingu markaðsmála fyrirtækisins. Áður en hann hóf störf hjá Origo gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Glerverksmiðjunnar Samverk. 

Örn er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.

Árni Geir Valgeirsson

Framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs

Árni Geir hefur víðtæka reynslu af stjórnun í hugbúnaðarþróun og rekstri. Hann starfaði áður hjá Íslandsbanka frá árinu 2011 þar sem hann var forstöðumaður stafrænnar þróunar á upplýsingatæknisviði, ásamt því að bera ábyrgð á tækniframþróun og tæknihögun, bæði í þróun og rekstri. Áður vann Árni við hugbúnaðarþróun og rekstur hjá Tern Systems, VIJV og Oz. 

Árni er með B.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í  Reykjavík og M.Sc. í Verkfræði með áherslu á máltækni og gervigreind frá Álaborgarháskóla. 

Ottó Freyr Jóhannsson

Framkvæmdastjóri þjónustu og reksturs

Ottó Freyr hóf störf hjá fyrirtækinu í maí 2000. Í störfum sínum hefur hann öðlast yfirgripsmikla reynslu af þjónustu, sölu og ráðgjöf í upplýsingatækni. Síðustu ár hefur hann leitt fjölmörg teymi sérfræðinga innan Origo sem forstöðumaður. 

Ottó er meistari í rafeindavirkjun og rafiðnfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.

Sigurður Tómasson

Framkvæmdastjóri vaxt­ar og viðskiptaþró­un­ar

Sigurður hóf störf hjá Origo í september 2024. Hann starfaði áður sem verkefnastjóri hjá fjárfestingarfyrirtækinu VEX 2021-24, og ráðgjafi hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company 2018-21. Áður starfaði hann hjá Viðskiptaráði Íslands.

Sigurður lauk B.Sc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc gráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla í Danmörku (cand.polit).