Streymdu með ATEM Mini og Blackmagic Studio Camera myndavélum

28/6/2022
Borgartún 37

Blackmagic Design heimsækir Ísland þriðjudaginn 28. júní og býður upp á spennandi námskeið þar sem sýnt verður hvernig ATEM Mini ISO tekur upp alla innganga mixersins og vistar skrá sem hægt er að opna í DaVinci Resolve.

Það hefur aldrei verið auðveldara að eftirvinna allar rásir sem þú notar í beinni útsendingu sama hversu margar vélar eru notaðar. Einnig sýnum við hversu vel hinar nýju Blackmagic Design Studio Camera 4K vélar passa við verkferli ATEM Mini mixerana.

Námskeiðið er haldið í Origo, Borgartúni 37 og hefst stundvíslega kl. 9.30.

Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá sig.

segðu frá