28/11/2024
Hvernig Brauð & Co. lækkaði einingaverð á lykilvörum um 11%
Brauð & Co. hefur notað SpendSenze í nokkra mánuði, en lausnin hefur á þeim tíma aðstoðað þau við að ná fram hagræðingu í innkaupum svo um munar. Þar spilar verðvöktun og ítarleg birgjagreining stórt hlutverk.

VIÐSKIPTAVINUR
OKKAR AÐKOMA
Verðvöktun með SpendSenze
Handverksbakaríið Brauð & Co. var í þeirri stöðu að einingaverð á lykilvörum var stöðugt að hækka, þrátt fyrir aukin innkaup. Þessi þróun hefði getað haft áhrif á aðra þætti rekstrarins, hefðu þau ekki orðið vör við þessar breytingar tímanlega.
Brauð & Co. hefur notað SpendSenze í nokkra mánuði, en lausnin hefur á þeim tíma aðstoðað þau við að ná fram hagræðingu í innkaupum svo um munar. Þar spilar verðvöktun og ítarleg birgjagreining stórt hlutverk.
Í samtali við Sigurð Mána Helguson, framkvæmdastjóra Brauð & Co., nefnir hann að fyrirtækið hafi nýtt sér skýra framsetningu SpendSenze á þróun einingaverðs til þess að eiga mikilvægt samtal við einn af lykilbirgjum sínum.
Með hjálp SpendSenze gátum við auðveldlega dregið fram meðal magn 2022 og 2023 af umræddri vöru sem varð til þess að núverandi birgi bauð svona vel í hana.
Sigurður Máni Helguson
•
Framkvæmdastjóri handverksbakarísins Brauð & Co.
Með SpendSenze var hægt að sýna skýrt fram á aukin innkaup á lykilvörum til birgjans á milli mánaða, en að á sama tíma hafi einingaverð verið að hækka umtalsvert. Þetta var hægt að gera vegna þess að SpendSenze vaktar alla rafræna reikninga, fylgist með verðbreytingum og flaggar því sérstaklega ef einingaverð hækkar umfram ákveðin mörk.
Niðurstaða samtalsins var sú að Brauð & Co. fékk betri samningskjör frá þessum tiltekna birgja. Með hjálp SpendSenze tókst þeim að ná fram 6-7% lækkun á öllum vörum og 10-11% lækkun á lykilvörum, og því ljóst að samtalið skilaði tilætluðum árangri.

Eru sparnaðartækifæri í rekstrinum?
Með SpendSenze er einnig hægt að setja sjálfvirka verðvöktun í gang, þannig að einu sinni í mánuði getur Sigurður fengið tölvupóst frá SpendSenze, sem hefur tekið saman tvær vörulínur sem hafa hækkað um meira en 5% í liðnum mánuði. Þessi virkni getur aðstoðað fyrirtæki við að fylgjast með einingaverði á vörum, og grípa til aðgerða eða samtals við birgjann áður en verðhækkunin hefur læðst aftan að innkaupaaðilum og orðið margföld.