13/01/2025

Notendalausna­einingin Origo Lausnir verður Ofar

Origo lausnir ehf., hluti Origo sem hefur sérhæft sig í sölu og þjónustu á notendabúnaði og tæknilausnum, hefur fengið nafnið Ofar.

Ofar, áður Origo Lausnir

Með tilkomu eignarhaldsfélagsins Skyggnis í lok 2024  hefur Origo gengið í gegnum endurskipulagningu og er tilkoma Ofar liður í þeim.  

Hlutverk Ofar er að styðja við fyrirtæki, stofnanir og endursöluaðila með tölvu- og tæknibúnaði frá yfir 150 heimsþekktum vörumerkjum á borð við Lenovo, Canon, Bose og Sony. Fyrirtækið býður einnig upp á framúrskarandi úrval og þjónustu í hljóð- og myndlausnum, prentlausnum, ásamt lausnum fyrir vöruhús, verslanir, veitingastaði og fleira.

Engar breytingar verða gerðar á nafni eða kjarnastarfsemi Origo sem er þróun á hugbúnaði, rekstrarþjónustu og innviðum. Tilgangur Origo er sá sami og hingað til, að skapa betri tækni sem bætir lífið og hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að ná betri árangri með tækninni. 

Markið alltaf sett ofar

Með nýju vörumerki skapast tækifæri til að veita Ofar aukna sérstöðu á markaðnum og tryggja viðskiptavinum betri þjónustu á notendabúnaði og tæknilausnum.

Nafnið Ofar vísar til þeirrar miklu framþróunar sem er til staðar í tækniheiminum og markmiðum fyrirtækisins í þjónustu, vöruframboði og þekkingu. Markið er alltaf sett Ofar. 

Leiðandi í lausnum

Þú færð Lenovo, Bose, Sony o.fl. nú hjá Ofar

Mörg þekktustu vörumerki alheimsins á einum stað. Verslanir Ofar eru eru í Borgartúni 37 í Reykjavík, Skipagötu 16 á Akureyri og á ofar.is

Jón Mikael, framkvæmdastjóri Origo lausna

Hvað þýðir þetta fyrir þig?


Ef þig vantar aðstoð við vörur eða þjónustu á notendabúnaði frá t.d. Lenovo, Sony, Bose, Canon o.fl. þá annast nýja fyrirtækið Ofar ehf. þá þjónustu. Á vef þeirra er hægt að nálgast upplýsingar um vörur, sjá stöðu reikninga og hreyfingalista á mínum síðum Ofar og hafa samband.

Deila frétt