Þetta er Origo
Origo er þekkingarfyrirtæki sem veitir rekstrarþjónustu, þróar hugbúnað og er samstarfsaðili og ráðgjafi fyrirtækja í sinni stafrænni vegferð. Sérhæfing Origo felst í því að skapa og reka örugga upplýsingatækniinnviði og þróa lausnir sem hagræða og einfalda fólki dagleg störf. Hjá okkur starfa yfir 260 manns sem stöðugt þróa lausnir með það markmið að tryggja árangur viðskiptavina okkar, sem eru um þúsund talsins.

Það sem við bjóðum
Við búum yfir sérþekkingu sem gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar ráðgjöf og þjónustu til að ná árangri í sinni starfsemi. Við snertum með starfsemi okkar marga mismunandi þætti samfélagsins, fyrirtæki og stofnanir. Við bjóðum upp á öflugt lausnaframboð, allt frá miðlægum búnaði, stafrænni umbreytingu, kerfisrekstri og þjónustu í upplýsingaöryggi og viðskiptalausnum. Við bjóðum enn fremur upp á sérhæfðara lausnaframboð fyrir mannauðsdeildir og orkugeirann.

Það sem drífur okkur áfram
Við trúum að betri tækni bæti lífið. Reynsla okkar sýnir að við ávinnum okkur traust með sérþekkingu okkar og með því að hlusta á viðskiptavini okkar. Þetta, ásamt þekkingu á markaðnum, gefur okkur tækifæri til að búa til lausnir og þjónustu sem breyta leiknum – til góðs.
Við erum stöðugt að þróa lausnir og þjónustu með það að markmiði að viðskiptavinir okkar skari fram úr.

Gildi
Betri tækni bætir lífið
Vinnum traust
Origo byggir á hugviti, reynslu og sérþekkingu starfsfólks. Þessi djúpa tækniþekking, ásamt því að hlusta á og skapa virði fyrir viðskiptavininn gerir það að verkum að við ávinnum okkur traust og gerum okkur gildandi í samfélaginu.
Breytum leiknum
Við trúum að betri tækni breyti leiknum og skapi um leið virði fyrir viðskiptavininn. Við viljum að tæknin geri viðskiptavinum okkar kleift að skara fram úr og að hún skipti sköpum.
Þróum áfram
Góðar lausnir þarf stöðugt að þróa áfram til að þær séu fremstar á markaðnum og uppfylli þarfir viðskiptavina. Tæknin er hröð og til þess að hún verði sífellt betri þarf stöðugt að vera að þróa hana áfram – hratt en örugglega.

Sagan nær allt til ársins 1899
Djúpar rætur í íslensku samfélagi
Origo varð til þegar Nýherji, TM Software og Applicon sameinuðust árið 2018. Félagið rekur sögu sína til ársins 1949 og var lengi vel IBM á Íslandi. IBM á Íslandi, og síðar Nýherji, var þekkt fyrir að vera í fararbroddi hérlendis við markaðssetningu á IBM-tölvum og þjónustu við fyrirtæki og heimili. TM Software, sem síðar varð Skyggnir, var á meðal 500 stærstu hugbúnaðarfyrirtækja í Evrópu upp úr aldamótum. Applicon hafði haslað sér völl á Norðurlöndum sem ráðgjafarfyrirtæki á sviði hugbúnaðar.
2025
Ofar verður til
Notendalausnir Origo verða að sjálfstæðu félagi undir nafninu Origo lausnir. Origo lausnir bjóða upp á tölvubúnað, hljóð- og myndlausnir, fundar- og ráðstefnulausnir, afgreiðslukerfi, prentlausnir, snjallbox og vöruhúsakerfi fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.

2023
Helix verður til
Heilbrigðislausnir Origo verða að sjálfstæðu félagi undir nafninu Helix. Helix þróar byltingarkenndar tæknilausnir sem styðja við heilbrigðis- og velferðarkerfi landsins.

2022
Origo selur eignarhlut sinn í tempo
Origo selur eftirstandandi eignarhlut sinn í Tempo til Diversis Tempo Holdings fyrir 27,8 milljarða króna.

2021
Syndis
Syndis og öryggislausnir Origo sameinast undir merki Syndis

2018
Origo verður til
Nýherji, TM Software og Applicon hafa sameinast undir nýju nafni og sækja nú fram sem eitt öflugt upplýsingatæknifyrirtæki, Origo. Dótturfélögin eru Tempo og Applicon í Svíþjóð.

2014
Tempo
Rekstur Tempo skilinn frá rekstri TM Software ehf. og stofnað um það sér fyrirtæki.
2008
Þróun Tempo
Þróunarteymi stofnað í kringum Tempo vöruna en hugmyndin hafði fæðst ári áður.

2007
Nýherji kaupir TM Software
Nýherji breytir innra skipulagi og viðskiptamódeli Nýherja-samstæðunnar árið 2008. Skyggnir ehf. og Vigor ehf. eru skilin frá TM Software, sem var áður móðurfélag þessara eininga

2005
TölvuMyndir
Nafni fyrirtækisins er formlega breytt úr TölvuMyndir í TM Software.

2005
DanSupport
Nýherji keypti allt hlutafé í danska félaginu DanSupport A/S, en það var svo selt til Jansson Kommunikation A/S í janúar 2014.

2005
Applicon
Undirritaður samningur um kaup á danska SAP-ráðgjafarfyrirtækinu Applicon A/S í Kaupmannahöfn. Í byrjun árs 2014 lokið við sölu á dótturfélögum Nýherja í Danmörku, Applicon A/S og Applicon Solutions A/S. Í dag er Applicon með starfsemi á Íslandi og í Svíþjóð. Applicon í Danmörku var síðar selt úr rekstri Nýherja.

2004
SAP
Í tengslum við aukin erlend verkefni á sviði SAP-hugbúnaðar var dótturfélagið Nýherji A/S í Danmörku stofnað.

2000
Vigor stofnað
Vigor stofnað sem dótturfélag Tölvumynda. Nýtt húsnæði félagsins í Borgartúni 37 tekið í notkun.

2000
Klak stofnað
Nýherji stofnar frumkvöðlasetrið Klak.

1995
Hlutabréf
Viðskipti með hlutabréf félagsins hófust á Opna tilboðsmarkaðinum 30. nóvember 1995 og á Verðbréfaþingi Íslands (nú OMX Nordic Exchange Iceland) 30. október 1997.

1992
Nýherji hf stofnað
Nýherji verður að veruleika 1992. Gunnar M. Hansson var forstjóri IBM á Íslandi frá 1982 og einnig forstjóri Nýherja hf. frá stofnun þess 2. apríl 1992 og þar til í maí 1996. Frosti Sigurjónsson tók við starfi forstjóra af Gunnari næstu fimm árin. 2001 tók Þórður Sverrisson við starfi forstjóra Nýherja og starfaði fram til ársins 2013. Finnur Oddsson, aðstoðarforstjóri tók við starfi Þórðar það ár.

1990
Skrifstofuvélar-Sund hf.
Árið 1990 komst Skrifstofuvélar-Gísli J. Johnsen hf. í eigu Óla Kr. Sigurðssonar og kallaðist Skrifstofuvélar-Sund hf. þar til það var sameinað IBM á Íslandi. við stofnun Nýherja hf.

1987
Skrifstofuvélar-Gísli J. Johnsen hf.
Gísli J. Johnsen-Skrifstofubúnaður sf. Kaupir rekstur og lager Skrifstofuvéla hf. og var starfsemin sameinuð undir nafninu Skrifstofuvélar-Gísli J. Johnsen hf.

1986
TölvuMyndir stofnað
TölvuMyndir stofnað á Íslandi af Friðriki Sigurðssyni.

1967
IBM á Íslandi
IBM á Íslandi verður að veruleika. Skrifstofuvélar lögðu til helming af sínu starfsfólki og var Ottó A. Michelsen forstjóri fyrirtækisins allt til ársins 1982, þegar Gunnar M. Hansson tók við.

1949
Skrifstofuvélar hf. einkaumboðsaðili fyrir IBM
Árið 1949 urðu Skrifstofuvélar hf. einkaumboðsaðili fyrir IBM hér á landi. IBM á Íslandi hf. var síðan stofnað sem sérstakt fyrirtæki í eigu IBM árið 1967.

1946
Stofnun Skrifstofuvéla hf.
Saga IBM á Íslandi hf. hófst með stofnun Skrifstofuvéla hf. árið 1946 en stofnandinn var Ottó A. Michelsen.

1899
Upphafið
Forsaga Skrifstofuvéla-Sunds hf. nær allt til ársins 1899.
