13/03/2025

Tollvís tilnefnt til Íslensku vefverðlaunanna í flokknum Gervigreind ársins

Tollvís frá Origo hefur hlotið tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna í flokknum Gervigreind ársins en verðlaunin eru veitt af Samtökum vefiðnaðarins, fagsamtökum þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi.

Tollvís, nýstárlegt og sjálfvirkt tollakerfi frá Origo, hefur hlotið tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna 2024 í flokknum Gervigreind ársins. Verðlaunin eru veitt af Samtökum vefiðnaðarins (SVEF), fagsamtökum þeirra sem starfa að vefmálum á Íslandi, og verða afhent á sérstakri hátíð þann 21. mars 2025.

Framtíðin í Tollvinnslu

Tollvís hefur vakið athygli fyrir notkun gervigreindar og sjálfvirkni til að einfalda og hraða tollvinnslu, sem hefur löngum verið flókin og tímafrek vinna.

Í stað þess að eyða tíma í handvirka skráningu les Tollvís sjálfkrafa upplýsingar úr flutningstilkynningum og reikningum og útbýr tollskýrslur með lágmarks fyrirhöfn. Einn helsti styrkleiki kerfisins er notkun gervigreindar til að finna réttan tollflokk vara sem sparar notendum dýrmætan tíma, tryggir nákvæmni og minnkar líkur á mannlegum mistökum.

Við erum afar stolt af þessari tilnefningu. Tollvís er afrakstur mikillar vinnu og ríkrar sérfræðiþekkingar, þar sem markmiðið er að auka skilvirkni og draga úr flækjustigi í tollferlum. Við trúum því að gervigreindin eins og hún er notuð í Tollvís muni reynast viðskiptavinum okkar afar dýrmæt, bæði með nákvæmari og hraðari afgreiðslu.

Björgólfur Guðbjörnsson

Forstöðumaður Products hjá Origo

Áratuga reynsla nýtt í nýsköpun

Origo hefur yfir 20 ára reynslu af tollakerfum og tollvinnslu. Með Tollvís samþættir Origo þessa djúpu sérfræðiþekkingu og nýjustu framfarir í gervigreind til að færa tollskýrslugerð inn í framtíðina. Þessi framsækna lausn skilar notendum verulegum ávinningi með því að:

  • Spara tíma með sjálfvirkum innlestri gagna

  • Auka afköst með sjálfvirkni ferla sem áður voru handvirkir

  • Lágmarka hættu á mannlegum mistökum með nákvæmri villuleit

  • Koma með tillögur að tollflokki fyrir hverja vöru

Öflugt tollakerfi sem einfaldar tollafgreiðslu

Vilt þú vita meira um Tollvís?

Tollvís er öflugt og notendavænt tollakerfi sem einfaldar tollafgreiðslu. Við notum sjálfvirkni til þess að lesa gögn úr flutningstilkynningum og reikningum og búum til tollskýrslur fyrir þig.

Deila frétt