K8 wms vöruhúsakerfi Origo

Notendavænt og hagkvæmt vöruhúsakerfi

K8 er notendavænt og hagkvæmt vöruhúsakerfi sem gefur aukna yfirsýn, betri nýting á geymsluplássi og tíma starfsfólks, fækkar villum og eykur ánægju viðskiptavina. K8 er þróað í samvinnu við íslensk fyrirtæki af vöruhúsasérfræðingum Origo sem aðstoða við alla ráðgjöf, innleiðingu og þjónustu.

Brand myndefni

Viðskiptavinir K8 wms

Orka
Parki
Inter
PetMark
Íslyft logo
Egill Árnason
Álfaborg
N1
Hirzlan
Málning
Vélfanga
Orka
Parki
Inter
PetMark
Íslyft logo
Egill Árnason
Álfaborg
N1
Hirzlan
Málning

Sérstaða K8

K8 vöruhúsakerfi er þróað í samvinnu við íslensk fyrirtæki

Að finna rétta kerfið getur verið tímafrekt og að fjárfesta í lausn sem kemur svo í ljós að hentar ekki rekstrinum er kostnaðarsamt, en þá er gott að geta leitað til traustra og reynslumikilla aðila á íslenskum markaði. K8 er eina vöruhúsakerfið á markaðnum sem er þróað í samvinnu við íslensk fyrirtæki.

Kerfið er fjárhagslega hagkvæmt í samanburði við önnur sambærileg kerfi á markaðnum og einstaklega notendavænt. Kerfið hentar allt frá smærri fyrirtækjum með einfaldan rekstur upp í stóriðju og framleiðslufyrirtæki.

Hafðu samband strax í dag og vöruhúsasérfræðingar okkar fara yfir þarfirnar með þér - án allra skuldbindinga.

Vöruhús

Helstu kostir þess að innleiða vöruhúsakerfi

Allar upplýsingar eru skráðar og aðgengilegar

Handtölvur eru notaðar til að einfalda alla skráningu og eftir það eru skráningarnar aðgengilegar bæði úr hand- og borðtölvum.

Stóraukin yfirsýn

Allar upplýsingar eru geymdar í gagnagrunni og aðgengilegar öllum stundum, ásamt því að vera settar fram á skilmerkilegan hátt fyrir notandann.

Betri nýting á geymslurými

Hægt að hafa mörg vörunúmer í hverju hólfi og sama vörunúmerið á mörgum hólfum án þess að missa yfirsýn.

Dregur úr vörurýrnun

Fullkomin yfirsýn yfir stöðu vöruhússins kemur í veg fyrir að vörur dagi upp og gleymist.

Gagnadrifin innkaupa- og sölustjórnun

Með notkun stafrænnar tækni í vöruhúsinu er einfaldara að afla tölfræðilegra upplýsinga, stilla upp lykiltölum og gera enn frekari umbætur í rekstri.

Aukin afköst og betra upplýsingaflæði

Með góðu aðgengi að nákvæmum upplýsingum þarf ekki að eyða tíma starfsfólks í að leita að vörunum. Gögnin nýtast líka vörustjórum fyrirtækja, innkaupa- og söludeildum ásamt bílstjórum í dreifingu.

Vöruhúsakerfi hluti af stafrænni vegferð fyrirtækisins

Krafan um að geta tekið ákvarðanir út frá fyrirliggjandi gögnum á hverjum tíma er mætt með lausnum til skráningar og uppflettingar gagna "úti á gólfi" í rauntíma með hug- og vélbúnað við hæfi.

Ánægðari viðskiptavinir

Aukinn hraði í afgreiðslu og fumlausar afhendingar án mistaka laða að fleiri viðskiptavini.

Vöruhúsakerfi getur bætt þinn rekstur

Þegar fyrirtæki stækka með tilheyrandi fjölgun vörunúmera eykst birgðavelta þeirra óhjákvæmilega í kjölfarið. Aukin birgðavelta kallar eftir meira geymsluplássi, sem felur í sér aukið álag á lager og minni yfirsýn. Allt eru þetta dæmigerðir vaxtarverkir stækkandi fyrirtækja en með aðstoð sérfræðinga og tækni er hægt að koma fyrirtækjum upp á næsta stig.

0:00

0:00

Umsagnir viðskiptavina okkar

Fréttir

Stuttar greinar um afgreiðslulausnir

Fartölva og kaffibolli

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf