Microsoft 365

Microsoft 365 er heildarlausn sem sameinar allt það besta úr Office 365, Windows 11 og Enterprise Mobility + Security. Microsoft 365 er leiðandi á meðal skýjalausna þegar kemur að aukinni framleiðni með lausnum á borð við Microsoft Teams, Word, Excel og PowerPoint, ásamt snjöllum skýjalausnum og öryggi á heimsmælikvarða.

Myndskreyting

Ávinningur

Kostir Microsoft 365

Nýsköpun

  • Smáforrit sem einfalda alla vinnu við efnisgerð.

  • Einfalt að vinna efni í hvaða tæki sem er, hvenær sem er.

  • Auðvelt að setja fram upplýsingar á sjónrænan hátt.

  • Hægt að fá aðstoð við efnisgerð Microsoft Copilot gervigreindartóli.

Samvinna

  • Tengstu fólki, verkefnum og forritum með Teams og SharePoint Online.

  • Haltu utan um tölvupóst og tímaskipulag með Outlook.

  • Eigðu radd-, mynd-, og textasamtöl með Teams.

Innbyggt og því einfalt

  • Lágmarkaðu kostnað vegna innleiðingar, stjórnunar og viðhalds.

  • Yfirgripsmikill stuðningur við PC, Mac, iOS og Android.

  • Settu upp ný tæki án þess að snerta á þeim með Windows AutoPilot.

Öryggi

  • Stýring snjalltækja.

  • Varsla og flokkun gagna.

  • Varar við óeðlilegri hegðun notenda og árásum.

  • Umsýsla öryggismála.

  • Hjálpar til við innleiðingu GDPR.

Ráðgjöf

Ráðgjöf, innleiðing og fræðsla

Sérfræðingar okkar greina núverandi ástand, koma með tillögur að nýju verklagi og gera áætlun í þau verkefni sem þarf til að komast í nýtt verklag með hjálp Microsoft 365 og tengdra lausna.

Við bjóðum einnig upp á fulla þjónustu við innleiðingu Microsoft 365 auk þjónustu fyrir notendur og tæknifólk eftir innleiðingu.

Viðskiptavinir geta fengið sérfræðinga á sinn vinnustað sem þjálfa starfsfólk og kennir því á nýja vinnuumhverfið.

myndskreyting

Persónuvernd

Microsoft 365 og GDPR

Microsoft 365 inniheldur lausnir sem hjálpa til við innleiðingu og eftirfylgni á persónuverndarlöggjöf ESB – General Data Protection Regulation (GDPR). Sem dæmi má nefna:

Compliance Manager: Metur öryggi gagna sem geymd eru í skýjaþjónustum Microsoft og kemur með tillögur um það sem má bæta í stillingum og verklagi.

Fjölþátta auðkenning: Hægt að krefjast frekari auðkenningar, t.d. frá farsíma sem er búið að tengja við notanda.

Intune hefur stjórn á gögnum og forritum á símum og snjalltækjum.

Flokkun, aðgangsstýring og dulkóðun á viðkvæmum gögnum með Azure Information Protection.

Cloud Application Security notar gervigreind og Data Loss Prevention skönnun til að koma í veg fyrir að viðkvæm gögn berist út fyrir fyrirtækið.

Fá ráðgjöf

Sérfræðingar okkar greina núverandi ástand, koma með tillögur að nýju verklagi og gera áætlun í þau verkefni sem þarf til að komast í nýtt verklag með hjálp Microsoft 365 og tengdra lausna.