Örugg lyklaafhending allan sólarhringinn

Með lyklaboxi frá Origo er hægt að afhenda lykla til viðskiptavina, starfsfólks eða verktaka með öruggum hætti hvenær sem er sólarhringsins. Auðvelt er að tímastilla aðgang, tengja við bókunarkerfi eða smáforrit og fá heildaryfirsýn yfir það hvaða lyklar eru í notkun hverju sinni.

Brand myndefni

Ávinningur

Einfaldaðu afhendingu lykla til viðskiptavina og starfsmanna

Sjálfsafgreiðsla

Einföld afhending lykla til viðskiptavina, verktaka eða starfsfólks allan sólarhringinn. Hentar vel fyrir t.d. bílaleigur, hótel, bílaverkstæði, gistiheimili o.fl.

Flotastýring

Góð yfirsýn og rekjanleiki. Fáðu yfirsýn yfir þá lykla sem eru í notkun hverju sinni og hver er með hvaða lykil.

Skýjalausn

Lausnin er vistuð með öruggum hætti með skýjalausn sem tryggir uppitíma og aðgang að kerfinu hvar sem er. Einnig er hægt að tengja lausnina við smáforrit eða app.

Bætt þjónusta

Örugg og þægileg afhending til viðskiptavina án aðkomu starfsmanna. Lyklunum er skilað og þeir sóttir með kóða.

Starfsmannaaðgangur

Hægt að afhenda lykla með einföldum hætti til starfsmanna eða verktaka sem þurfa aðgang að bílum eða húsnæði í styttri tíma. Viðkomandi getur svo skilað lyklinum beint aftur í lyklaboxið.

Sveigjanlegt lyklaumsjónarkerfi fyrir fjölbreyttan rekstur

Lyklaboxin henta vel fyrir alla afhendingu á lyklum, svo sem fyrir;

Bílaleigur, deilihagkerfið, bílaverkstæði, bókunarkerfi fyrir deilibíla, fyrirtækjabíla, umsjónaraðila fasteigna, verktaka, húsfélög, ræstingarþjónustu, starfsfólk, bílasölur, nemendur, leigjendur, hótel og gistiheimili.

Einnig er hægt að nota lyklaboxin fyrir afhendingu á starfsmannakortum.

LyklaboxLyklabox

Við bjóðum úrval lyklaboxa fyrir fjölbreyttan rekstur

Fartölva og kaffibolli

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf