Vocollect

Vocollect Voice - Raddstýring

Með Vocollect raddstýringu þarf starfsfólkið ekki lengur að halda á hand-, spjaldtölvu eða skanna og horfa til skiptis á skjá og hillur og er því með augu og hendur frjáls allan tímann. Ávinningurinn er meiri afköst, aukin skilvirkni, færri mistök og meira öryggi fyrir starfsfólk.

Brand myndefni

Sveigjanleg lausn sem annar eftirspurninni

Í vöruhúsum og á dreifingastöðum er vinnuaflið sífellt á hreyfingu og oft á tíðum undir álagi. Eftirlit með birgðastöðu og krafan um sífellt hraðari afgreiðslu – ásamt áskoruninni að finna, þjálfa og viðhalda vinnuafli – gerir kröfu á sveigjanlega lausn til að halda í við þróunina anna eftirspurn.

Vocollect samanstendur af hug- og vélbúnaði sem notaður er til að stýra tiltekt á vörum í vöruhúsum og verslunum, en einnig hægt að nota við aðra sambærilega verkferla eins og vörumóttöku og áfyllingu. Líka notað í eftirlitsiðnaði eins við bifreiða- og flugvélaeftirlit.

Hentar öllum tegundum af vöruhúsum, verslunum og eftirlitsiðnaði.

LagerLager

Ávinningur

Meiri afköst, aukin skilvirkni, færri mistök og meira öryggi fyrir starfsfólk

Handfrjáls samskipti

Með Vocollect getur þú stýrt því hvar vinnuaflið er hverju sinni og á hvaða tíma. Lausnin byggir á handfrjálsum bluetooth heyrnartólum með háþróaðri raddstýringu. Með því að umbreyta kerfislægum upplýsingum í vöruhúsum yfir í raddstýringu veitir Vocollect starfsmönnum leiðbeiningar með hljóði og segir þeim hvaða verkefni eða skref þarf að leysa, t.d. að sækja vörur, endurnýjun birgða, viðhald og viðgerðir

Samþætting við innri kerfi

Sveigjanleg lausn fyrir stóra sem smáa starfsemi, Vocollect má samþætta við innri kerfi af öllum tegundum, allt frá ERP, EWS eða WMS hugbúnaði yfir í SAP eða Microsoft 365.

Þú tekur upplýstar ákvarðanir

Gögnum um frammistöðu starfsmanna, markmiðum um afköst og birgðir er safnað saman og þau greind í rauntíma. Hugbúnaðurinn nýtir sér þessi gögn til að veita innsýn um hvernig auka má skilvirkni og forspárgreiningu um dreifingu vinnuálags. Þessi gögn getur þú nýtt þér til að taka upplýstar ákvarðanir.

Rekstrarlegur ávinningur

Hvort sem starfsmenn eru að sækja vörur, gera við búnað eða læra inn á nýtt starf eða verklag, hafa þeir oftar en ekki hendurnar fullar af skönnum og öðrum tækjum, tékklistum o.fl. sem keppist um athygli þeirra - í stað þess að gera þeim kleift að leysa þau verkefni sem þarf að inna af hendi. Með Vocollect eru bæði hendur og augu laus við allt þetta áreiti sem gerir starfsmönnum kleift að starfa með mun öruggari, skilvirkari og nákvæmari hætti en áður. Ávinningurinn kemur ekki aðeins fram í aukinni framlegð heldur einnig í meiri ánægju starfsmanna og minni starfsmannaveltu.

Straumlínulagað viðhald og eftirlit

Uppitími skiptir sköpum og hver mínúta sem tæknimaður eyðir í að gera við mikilvægan búnað er önnur mínúta af tapaðri framleiðni fyrir starfsemina. Auk þess þurfa mörg fyrirtæki að lúta kröfum hinna ýmsu reglugerða og gæðastaðla. Þessum kröfum er mætt með því að lágmarka truflanir sem geta orðið, hvort sem þær eru skipulagðar fyrir fram eða ekki. Vocollect straumlínulagar viðgerðir og eftirlit með því að skjalfesta hvert skref til að tryggja að farið sé eftir viðurkenndum reglugerðum eða verkferlum (SOP´s).

Tveir menn að spjalla saman

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf