06/03/2025 • Arnþór Björn Reynisson

Fimm atriði sem einkenna stöðuga og örugga hýsingu

Netógnir fara vaxandi og því hefur aldrei verið mikilvægara fyrir fyrirtæki að tryggja hámarksöryggi og áreiðanleika þegar kemur að hýsingu. Hér er farið yfir nokkur atriði sem einkenna örugga hýsingu.

Stafrænar ógnir aukast dag frá degi og því skiptir sífellt meira máli að fyrirtæki velji hýsingarumhverfi fyrir gögn og kerfi sem hentar þeirra starfsemi, tryggir hámarksöryggi og áreiðanleika. Flest upplýsingatæknikerfi virka ekki án gagna, og séu gögnin ekki aðgengileg þá virka kerfin ekki. Ef kerfin virka ekki þá getur rekstur fyrirtækja stöðvast með tilheyrandi fjárhagslegum skaða.  

En hvað er það sem gerir hýsingu örugga? Það er mikilvægt að spyrja sig lykilspurninga. 

1. Verndun gagna: Er plan B til staðar?

Hýsing gengur út á verndun og geymslu gagna. Sífellt fleiri fyrirtæki eru farin að geyma gögn í tveimur aðskildum gagnaverum. Þannig er tryggt að verði gögn úr öðru þeirra óaðgengileg þá tekur hitt við án þess að notendur verði fyrir truflunum. Eitt gagnaver tekur við af öðru, lykilatriði til að hámarka rekstraröryggi. Öryggishugbúnaður og nettengingar í gagnaverum þurfa jafnframt að vera í hæsta gæðaflokki, undir stöðugu eftirliti og uppfærð til að lágmarka líkur á frávikum. 

2. Staðsetning: Hvar eru gögnin geymd?

Krafa um hraða og áreiðanleika kerfa/stafrænna lausna er sjálfsögð. Staðsetning hýsingar getur haft mikil áhrif á upplifun notenda af lausninni, sérstaklega í lausnum sem reiða sig á hraða svörun t.d. afgreiðslu- og greiðslukerfi. Því skiptir máli að velja hýsingu út frá þörfum fyrirtækisins. Hýsing í gagnaverum innanlands getur dregið úr seinkun á svörun (e. Latency), sem getur skipt miklu máli fyrir ýmis kerfi og þjónustur.  

3. Reglubundið eftirlit: Hver er ábyrgur fyrir þínu öryggi?

Örugg hýsing byggir ekki eingöngu á góðri tækni – hún krefst einnig skýrrar stefnu um öryggi og viðhald. Fyrirtæki ættu að gera þá kröfu að þeirra hýsingaraðilar fylgi ströngustu stöðlum þegar kemur að vali á hugbúnaði, eldveggjum, netöryggi og dulkóðun gagna. Eftirlit og reglubundnar öryggisuppfærslur skipta sköpun í að fyrirbyggja netárásir og gagnaleka.  

4. Áreiðanleiki: Er hægt að treysta á uppitíma?

Kröfur um uppitíma ættu að vera í takt við aðgengileika kerfa og hýsingin í takt við það. Þau kerfi og þjónustur sem þurfa að vera aðgengileg notendum og viðskiptavinum öllum stundum lúta ströngustu uppitímakröfum. Þetta næst með sterkum innviðum, reglubundnum prófunum og sjálfvirku viðbragði við atvikum.  

5. Skalanleiki: Tekur hýsingin mið af framtíðarþróun?

Gagnamagn fyrirtækja vex með rekstri þeirra og það þarf hýsingin jafnframt að geta gert. Lausnir sem skalast með vexti gera fyrirtækjum kleift að auka afköst eftir þörfum án þess að stofna öryggi eða stöðugleika í hættu.  

Hvers vegna skiptir þetta máli? 

Áreiðanleg og örugg hýsing er forsenda fyrir stöðugum rekstri fyrirtækja. Með því að velja hýsingarumhverfi sem uppfyllir þessi skilyrði tryggja fyrirtæki sér trausta, hraða og örugga þjónustu sem verndar gögnin þeirra og veitir viðskiptavinum og starfsmönnum betri upplifun.  

Velja þarf hýsingaraðila sem ekki aðeins uppfyllir strangar öryggiskröfur, heldur hefur einnig sérfræðiþekkingu og réttu innviðina til að tryggja rekstrarsamfellu, öryggi og skilvirkni í rekstri.  

Við erum með öryggi á heilanum 

Við hjá Origo erum með öryggi á heilanum. Við erum vakin og sofin yfir þjónustu því við viljum tryggja að starfsemi viðskiptavina okkar stöðvist aldrei.  

Viltu vita meira?

Við getum hjálpað þínu fyrirtæki að tryggja örugga hýsingu

Maður situr við vinnustöðina sína og horfir framan í myndavélina
https://images.prismic.io/new-origo/09c7fc4b-57cb-48c1-b2de-65e2ddd9f74e_arn%C3%BE%C3%B3r.jfif?auto=format,compress

Höfundur bloggs

Arnþór Björn Reynisson

Forstöðumaður

Deila bloggi