03/02/2025

Nýr vefur Veðurstofunnar hefur verið settur í loftið

Vefur veðurstofunnar er fyrsti viðkomustaðurinn þegar landsmenn þurfa upplýsingar um veðurfar og náttúruvá. Vefurinn er eitt mikilvægasta verkfærið til að sinna því hlutverki og með nýjum vef verður upplifunin og þjónusta við notendur enn betri.

Fyrsti hluti af nýjum vef Veðurstofunnar fór í loftið í dag. Fyrstu útgáfur nýja vefsins verða aðgengilegar á slóðinni gottvedur.is, en smám saman eftir því sem verkefninu miðar áfram munu þær færast yfir á vedur.is. Þessi útgáfa er fyrsta varðan í umfangsmiklu stafrænu umbreytingaverkefni sem Origo hefur unnið fyrir Veðurstofuna á vef þeirra vedur.is, sem er einn mest sótti vefur landsins. 

Uppbygging á öflugum og nútímalegum innviðum og endurhönnun vefs Veðurstofunnar var unnin með áherslu á notendaupplifun, uppitíma og mikilvægi þess að styðja við grunnþjónustu fyrir landsmenn.

Það er krefjandi verkefni að byggja upp nýtt tækniumhverfi á flóknum eldri grunni, en með fyrirmyndar samvinnu og faglegu verklagi hefur það tekist afar vel.

Árni Geir Valgeirsson

Framkvæmdarstjóri hugbúnaðarlausna Origo

Veður í nýjum búningi 

Vefur Veðurstofu Íslands er fyrsti viðkomustaðurinn þegar landsmenn þurfa upplýsingar um veðurfar og náttúruvá. Hlutverk Veðurstofunnar er að stuðla að bættu öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar. Vefurinn er eitt mikilvægasta verkfæri Veðurstofunnar til að miðla upplýsingum og með nýjum vef verður upplifun og þjónusta við notendur enn betri:

  • Skýrara viðmót og betri framsetning veðurupplýsinga 

  • Bættar viðvaranir um náttúruvá 

  • Aðgengilegra fyrir alla, unnið í samstarfi við Blindrafélagið 

  • Virkar vel á öllum tækjum - símum, spjaldtölvum og tölvum 

Verkefnið hefur verið unnið í nánu samstarfi við Veðurstofuna og Metall Design Studio, sem sá um hönnun vefsins.  

Nýtt notendaviðmót vedur.isNýtt notendaviðmót vedur.is

Öflugri innviðir fyrir mikilvægan vef 

Nýr vedur.is er ekki eingöngu notendavænni - hann er byggður á traustum grunni sem tryggir áreiðanleika þegar mest á reynir. Umfangsmikla stafræna umbreytingu þurfti til að tryggja örugga gagnainnviði til framtíðar. 

Núverandi vefur hefur þjónað okkur dyggilega í næstum 20 ár en engu að síður vorum við komin í tækniskuld með vefinn og upplýsingatækniumhverfið sem tengist honum. Það sem birtist í dag má segja að sé toppurinn á ísjakanum í algjörri endurnýjun á vefumhverfinu

Hildigunnur H. H. Thorsteinsson

Forstjóri Veðurstofu Íslands

Sérstök áhersla var lögð á að: 

  • Tryggja uppitíma, þola mikið álag, sérstaklega við náttúruhamfarir 

  • Gera veðurupplýsingar aðgengilegri og sjónrænni 

  • Bæta framsetningu viðvarana 

  • Nútímavæða tæknilega innviði 

Sá vefur sem fór í loftið í dag er aðeins fyrsta skrefið - við munu bætast fleiri einingar og vefurinn þróast í takt við þarfir og endurgjöf landsmanna.  

Við rekum vef sem er vinsæll og samfélagslega mikilvægur og honum fylgir hátt tæknilegt flækjustig. Við viljum vanda til verka og fengum til samstarfs öflugt teymi frá Origo sem hefur staðið undir þeim kröfum sem við gerum hvað varðar hönnun, notendaviðmót og tæknilegar lausnir fyrir vefinn en margar af þeim lausnum eru mjög sértækar.

Hildigunnur H. H. Thorsteinsson

Forstjóri Veðurstofu Íslands

Skýrleiki, einfaldleiki og nútímaleg hönnun

Lestu einnig: Að hanna gott veður

Nýr veður.is er ekki endapunktur heldur stór varða í stafrænni umbreytingu Veðurstofunnar. Vefurinn er nú öruggari, aðgengilegri og með tækni á bakvið tjöldin sem er betur í stakk búinn til að þjóna íslensku þjóðinni.

Deila frétt