10/02/2025

Einstakt samspil öryggis og tækni á UTmessunni

Á sýningarbás Origo var kynnt öflugt samstarf fyrirtækisins við Slysavarnafélagið Landsbjörg. Gestir gátu skoðað fjölbreyttar tæknilausnir tengdar öryggi og björgunarstarfi.

Origo og Landsbjörg á UTmessunni

Gestir upplifðu fjölbreytta björgunartækni á vegum Origo á UTmessunni sem haldin var í Hörpu dagana 7. – 8. febrúar. Básinn í ár var í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörg en Origo er einn aðalstyrktaraðili félagsins.

Nýsköpun í öryggistækni

Landsbjörg sýndi einstakar tæknilausnir á básnum þar á meðal fjarstýrðan björgunarhring sem nú þegar er í notkun við Reynisfjöru ásamt dróna. Tæknivætt fjórhjól og drónabíll vöktu einnig mikla athygli gesta fyrir framan Hörpu og nýlegt björgunarskip, Jóhannes Briem, var til sýnis í höfninni en skipið er búið glænýrri tækni.

Landsbjörg og Origo á UTmessunniLandsbjörg og Origo á UTmessunni

Umbreyting innri vefs Landsbjargar

Á básnum var einnig kynntur nýr innri vefur sem Origo þróaði í samstarfi við Landsbjörg. Lausnin samþættir stór gagnasöfn og gerir öll gögn leitanleg og aðgengileg á einum stað á notendavænan og gagnvirkan hátt, sem eykur hraða og bætir samskipti meðal allra starfsmanna, enda skipta sekúndur stundum máli í starfsemi Landsbjargar.

Gestir gátu kynnt sér nýjan innri vef Landsbjargar sem Origo þróaðiGestir gátu kynnt sér nýjan innri vef Landsbjargar sem Origo þróaði

Það var afar áhugavert að geta sýnt hvernig tækni og öryggi fara saman á hátt sem getur beinlínis bjargað mannslífum. Við erum einnig stolt af samstarfi okkar með Landsbjörg og er frábært að geta lyft upp því mikilvæga starfi sem þau sinna. Við viljum við þakka öllum þeim sem sýndu áhuga og kíktu á okkur.

Landsbjörg og Origo á UTmessunniLandsbjörg og Origo á UTmessunni
Drónabíll og tæknivætt fjórhjól fyrir framan Hörpu vakti mikla lukkuDrónabíll og tæknivætt fjórhjól fyrir framan Hörpu vakti mikla lukku
Björgunarskipið Jóhannes Briem stóð í höfninni og gátu gestir kíkt um borð.Björgunarskipið Jóhannes Briem stóð í höfninni og gátu gestir kíkt um borð.

0:00

0:00

Ráðgjöf

Viltu taka næsta skref í stafrænni vegferð?

Við höfum sérþekkingu á að umbreyta flóknum verkefnum í notendavænar lausnir. Við bjóðum upp á sérsniðnar stafrænar lausnir sem eru hannaðar til að mæta þínum þörfum og hjálpa þér að skara fram úr í þínum rekstri.

Kona tekur vinnusímtal á skrifstofunni

Deila frétt